Úlfar landsliðsþjálfari: Mikið afrek hjá Axel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2012 19:29 Axel Bóasson. Mynd/GSÍmyndir.net Axel Bóasson náði frábærum árangri i dag þegar hann hafnaði i 8. til 12. sæti á Evrópumóti einstaklinga á Írlandi. Axel lék lokadaginn á 70 höggum og var i heildina á fimm höggum undir pari. Axel jafnaði með þessu besta árangur Íslendings á þessu sterka áhugamannamóti en Ólafur Mar Sigurðsson hafnaði einnig i 8. sæti á þessu sama móti árið 2002. „Það er mikið afrek hjá Axel að ná þessum árangri. Þetta var baráttuhringur og mun erfiðra að halda boltanum i leik og pútta, í þessum vindi, á jafn hröðum flotum og um var að ræða á Montgomerie vellinum," sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í fréttatilkynningu frá Golfsambandi Íslands. „Eftir að vera kominn tvo yfir eftir tvær holur þá sýndi Axel mikinn karakter að klára hringinn á tveimur höggum undir pari. Golfið var eðlilega ekki jafn áferðarfallegt og daginn áður, enda aðstæður mun erfiðari, en hann leysti sig alltaf vel úr vandræðum þegar hann þurfti þess. Síðan fara menn ótrúlega langt a þolinmæði og jákvæðni þegar aðstæður eru krefjandi. Þessi árangur ætti að vera Axel og öðrum íslenskum afrekskylfingum mikil hvatning og sýna að við getum komið okkur i fremstu röð," sagði Úlfar. Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Axel Bóasson náði frábærum árangri i dag þegar hann hafnaði i 8. til 12. sæti á Evrópumóti einstaklinga á Írlandi. Axel lék lokadaginn á 70 höggum og var i heildina á fimm höggum undir pari. Axel jafnaði með þessu besta árangur Íslendings á þessu sterka áhugamannamóti en Ólafur Mar Sigurðsson hafnaði einnig i 8. sæti á þessu sama móti árið 2002. „Það er mikið afrek hjá Axel að ná þessum árangri. Þetta var baráttuhringur og mun erfiðra að halda boltanum i leik og pútta, í þessum vindi, á jafn hröðum flotum og um var að ræða á Montgomerie vellinum," sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í fréttatilkynningu frá Golfsambandi Íslands. „Eftir að vera kominn tvo yfir eftir tvær holur þá sýndi Axel mikinn karakter að klára hringinn á tveimur höggum undir pari. Golfið var eðlilega ekki jafn áferðarfallegt og daginn áður, enda aðstæður mun erfiðari, en hann leysti sig alltaf vel úr vandræðum þegar hann þurfti þess. Síðan fara menn ótrúlega langt a þolinmæði og jákvæðni þegar aðstæður eru krefjandi. Þessi árangur ætti að vera Axel og öðrum íslenskum afrekskylfingum mikil hvatning og sýna að við getum komið okkur i fremstu röð," sagði Úlfar.
Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira