Tiger í efsta sæti með Petterson og Singh þegar PGA-mótið er hálfnað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2012 11:00 Tiger Woods. Mynd/Nordic Photos/Getty Tiger Woods er að spila vel á PGA-meistaramótinu í golfi og á fínan möguleika á að vinna sitt fyrsta risamót síðan 2008. Woods er í efsta sæti þegar mótið er hálfnað ásamt þeim Vijay Singh og Carl Pettersson. Allir hafa þeir leikið fyrstu 36 holurnar á fjórum höggum undir pari. Tiger Woods lék annan hringinn á einu höggi undir pari en margir kylfingar lentu þá í vandræðum. Vijay Singh lék reyndar mjög vel eða á 69 höggum (3 högg undir pari) en Carl Pettersson, sem var í forystu eftir fyrsta daginn þurfti að sætta sig við hring upp á tvö högg yfir pari. Vijay Singh hefur unnið þrjú risamót á ferlinum en hefur eins og Woods þurft að bíða lengi eftir síðasta sigri eða í næstum því fjögur ár. Aðeins fjórir kylfingar náðu að leika undir pari á öðrum hringnum, Woods, Singh og svo þeir Phil Mickelson og Ian Poulter. Stutta spilið hefur gengið mjög vel hjá Tiger Woods á þessu móti en hann hefur aðeins þurft eitt pútt á 23 af 36 holum PGA-meistaramótsins til þessa. Tiger var í góðum málum á sama tíma á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum en gekk þá illa á tveimur síðustu hringunum og endaði í 21. sæti. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er að spila vel á PGA-meistaramótinu í golfi og á fínan möguleika á að vinna sitt fyrsta risamót síðan 2008. Woods er í efsta sæti þegar mótið er hálfnað ásamt þeim Vijay Singh og Carl Pettersson. Allir hafa þeir leikið fyrstu 36 holurnar á fjórum höggum undir pari. Tiger Woods lék annan hringinn á einu höggi undir pari en margir kylfingar lentu þá í vandræðum. Vijay Singh lék reyndar mjög vel eða á 69 höggum (3 högg undir pari) en Carl Pettersson, sem var í forystu eftir fyrsta daginn þurfti að sætta sig við hring upp á tvö högg yfir pari. Vijay Singh hefur unnið þrjú risamót á ferlinum en hefur eins og Woods þurft að bíða lengi eftir síðasta sigri eða í næstum því fjögur ár. Aðeins fjórir kylfingar náðu að leika undir pari á öðrum hringnum, Woods, Singh og svo þeir Phil Mickelson og Ian Poulter. Stutta spilið hefur gengið mjög vel hjá Tiger Woods á þessu móti en hann hefur aðeins þurft eitt pútt á 23 af 36 holum PGA-meistaramótsins til þessa. Tiger var í góðum málum á sama tíma á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum en gekk þá illa á tveimur síðustu hringunum og endaði í 21. sæti.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira