Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá 29. ágúst 2012 13:30 Það er víða fagurt um að litast við bakka Varmár. Mynd / Garðar "Athygli vekur mikill fjöldi stórfiska í þessari annars nettu veiðiá," segir í frásögn af sjóbritingskvöldi Stangaveiðifélags Reykjavíkur þar sem meðal annars komu fram upplýsingur um stöðu mála í Varmá hjá Hveragerði. Á vef Stangaveiðifélagsins segir frá því að teljari hafi verið settur niður í Varmá 4. apríl í vor. Teljarinn sé undir brú við bæinn Þúfu. "Hann er fyrst og framst ætlaður til að telja fisk á göngu fiskjar upp ána úr sjó. Hann telur þó fiska á niðurleið en fiskar geta farið framhjá teljara á niðurleið," segir á svfr.is. Þá kemur fram að teljarinn meti stærð fiska. "Fiskar fóru að ganga upp að einhverju marki í lok júní og byrjun júlí. Göngur tóku kipp í lok júlí og 23. júlí gengu 55 fiskar upp. Fram til 3. ágúst hafa 201 fiskar gengið upp stærri en 40 sentímetrar. Það segir þó aðeins hálfa söguna, því samkvæmt þessum tæplega mánaðargömlu teljaratölum eru og þar af 117 stærri en 70 sentímetrar. Ennfremur segir að búast megi við því að talsvert mikill fjöldi fiska hafi bæst í, enda sé ágústmánuður göngutími sjóbirtingsins. "En athygli vekur þessi fjöldi stórfiska sem komnir voru í ána strax um Verslunarmannahelgi. Þess má geta að í laxveiði er fiskur um 70 sentímetra talinn til tveggja ára laxa, en sjóbirtingur af þessari þyngd öllu jafna mun þyngri en laxar af sömu lengdargráðu," segir á svfr.is. Þess má geta að mikill fjöldi óseldra leyfa er í Varmá eins og virðist hafa verið raunin meira og minna frá því skömmu eftir að veiðitímabilið hófst þar 1. apríl. Ef til vill má rekja ástæðu þessa að hluta til þess að leyfin hækkuðu hressilega í verði milli ára í kjölfar útboðs á leigu árinnar.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði
"Athygli vekur mikill fjöldi stórfiska í þessari annars nettu veiðiá," segir í frásögn af sjóbritingskvöldi Stangaveiðifélags Reykjavíkur þar sem meðal annars komu fram upplýsingur um stöðu mála í Varmá hjá Hveragerði. Á vef Stangaveiðifélagsins segir frá því að teljari hafi verið settur niður í Varmá 4. apríl í vor. Teljarinn sé undir brú við bæinn Þúfu. "Hann er fyrst og framst ætlaður til að telja fisk á göngu fiskjar upp ána úr sjó. Hann telur þó fiska á niðurleið en fiskar geta farið framhjá teljara á niðurleið," segir á svfr.is. Þá kemur fram að teljarinn meti stærð fiska. "Fiskar fóru að ganga upp að einhverju marki í lok júní og byrjun júlí. Göngur tóku kipp í lok júlí og 23. júlí gengu 55 fiskar upp. Fram til 3. ágúst hafa 201 fiskar gengið upp stærri en 40 sentímetrar. Það segir þó aðeins hálfa söguna, því samkvæmt þessum tæplega mánaðargömlu teljaratölum eru og þar af 117 stærri en 70 sentímetrar. Ennfremur segir að búast megi við því að talsvert mikill fjöldi fiska hafi bæst í, enda sé ágústmánuður göngutími sjóbirtingsins. "En athygli vekur þessi fjöldi stórfiska sem komnir voru í ána strax um Verslunarmannahelgi. Þess má geta að í laxveiði er fiskur um 70 sentímetra talinn til tveggja ára laxa, en sjóbirtingur af þessari þyngd öllu jafna mun þyngri en laxar af sömu lengdargráðu," segir á svfr.is. Þess má geta að mikill fjöldi óseldra leyfa er í Varmá eins og virðist hafa verið raunin meira og minna frá því skömmu eftir að veiðitímabilið hófst þar 1. apríl. Ef til vill má rekja ástæðu þessa að hluta til þess að leyfin hækkuðu hressilega í verði milli ára í kjölfar útboðs á leigu árinnar.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði