Endurheimtur seiða betri en í fyrra Trausti Hafliðason skrifar 28. ágúst 2012 20:33 Lax dreginn á land í Eystri Rangá. Mynd / Lax-á Sjötíu laxar veiddust í Eystri Rangá á sunnudaginn. Veiði er áfram góð í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð og endurheimtur seiða betri en í fyrra. Einar Lúðvíksson, leigutaki ánna, segir að eftir flóðin í byrjun ágúst, þegar Eystri Rangá litaðist, hafi veiðin verið dræm í um viku. "Þetta er aftur á móti búið að ganga ágætlega síðan þá. Það veiddust til dæmis sjötíu laxar í Eystri á sunnudaginn sem verður að teljast mjög gott," segir Einar og bætir því við að endurheimtur seiða hafi verið betri í sumar en í fyrra. Einar segir veiðina í Affallinu hafa verið góða. Hollin séu að fá þetta 10 til 30 laxa og allt stefni í að áin fari í 600 laxa í sumar sem er töluvert betra en í fyrra þegar tæplega 500 laxar veiddust. Sumarið 2010 var reyndar ótrúlegt en þá veiddust ríflega 1.000 laxar í Affallinu en þar er veitt á fjórar stangir. Veiði í Þverá í Fljótshlíð er nú þegar orðinn miklu betri en í fyrra. Á miðvikudaginn fyrir viku voru 170 laxar komnir á land en í fyrra var heildarveiðin 119 laxar. Líkt og í Affallinu var veiðin mjög góð í Þverá sumarið 2010 en þá veiddust 303 laxar í ánni. "Síðasta holl í Þverá var með 15 laxa þannig að veiðin er bara fín," segir Einar. Eins og með Eystri segir Einar að endurheimtur seiða séu betri í Affallinu og Þverá í sumar en þær voru síðasta sumar.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði
Sjötíu laxar veiddust í Eystri Rangá á sunnudaginn. Veiði er áfram góð í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð og endurheimtur seiða betri en í fyrra. Einar Lúðvíksson, leigutaki ánna, segir að eftir flóðin í byrjun ágúst, þegar Eystri Rangá litaðist, hafi veiðin verið dræm í um viku. "Þetta er aftur á móti búið að ganga ágætlega síðan þá. Það veiddust til dæmis sjötíu laxar í Eystri á sunnudaginn sem verður að teljast mjög gott," segir Einar og bætir því við að endurheimtur seiða hafi verið betri í sumar en í fyrra. Einar segir veiðina í Affallinu hafa verið góða. Hollin séu að fá þetta 10 til 30 laxa og allt stefni í að áin fari í 600 laxa í sumar sem er töluvert betra en í fyrra þegar tæplega 500 laxar veiddust. Sumarið 2010 var reyndar ótrúlegt en þá veiddust ríflega 1.000 laxar í Affallinu en þar er veitt á fjórar stangir. Veiði í Þverá í Fljótshlíð er nú þegar orðinn miklu betri en í fyrra. Á miðvikudaginn fyrir viku voru 170 laxar komnir á land en í fyrra var heildarveiðin 119 laxar. Líkt og í Affallinu var veiðin mjög góð í Þverá sumarið 2010 en þá veiddust 303 laxar í ánni. "Síðasta holl í Þverá var með 15 laxa þannig að veiðin er bara fín," segir Einar. Eins og með Eystri segir Einar að endurheimtur seiða séu betri í Affallinu og Þverá í sumar en þær voru síðasta sumar.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði