Viljum vinna með lögreglu í svona málum - en verðum að fara eftir lögum Boði Logason skrifar 28. ágúst 2012 16:35 „Við getum ekki tekið afstöðu út frá sakarefni. Nauðgun er hræðilegt fyrirbæri og við viljum gera allt til að aðstoða lögregluna í því að leysa svona mál. En við verðum að fara að lögum," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að Símanum sé ekki nauðsynlegt að láta af hendi upplýsingar sem gætu nýst við lausn á nauðgunarmáli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í byrjun mánaðarins. Ætlaður gerandi sést ekki greinilega á myndbandsupptökum en hann sést þó tala í síma skömmu eftir að hið ætlaða brot hafi verið framið. Lögreglan fór á fram á það að símafyrirtækjunum á Íslandi væri skylt að veita upplýsingar um alla farsíma sem hringt var úr eða í á svæðinu á tilgreindum tíma. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Hæstiréttur úrskurðaði í gær að lögreglan mætti ekki fá gögnin frá Símanum. Hvort hin símafyrirtækin hafi látið lögregluna fá upplýsingar er óljóst að svo stöddu. Sævar Freyr segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið líti svo á að því sé skylt að bera kröfur sem þessar undir dómstóla. „Þar sem við vitum að Hæstiréttur hefur ítrekað hafnað beiðnum um slíkt. Í dómnum kemur skýrt fram að ef við hefðum látið gögnin af hendi væri það brot stjórnarskrárvörðum rétti á friðhelgi einkalífsins." Sævar Freyr segir málið snúast um löggjöfina hér á landi. „Við viljum vinna með lögreglu í öllum svona málum - en við verðum að fara eftir lögum. Til að láta svona beiðnir af hendi verður löggjafinn að gera nauðsynlegar breytingar. Lögin heimila okkur ekki alltaf að taka málin lengra. Okkur ber skylda að fara eftir þeim." Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Við getum ekki tekið afstöðu út frá sakarefni. Nauðgun er hræðilegt fyrirbæri og við viljum gera allt til að aðstoða lögregluna í því að leysa svona mál. En við verðum að fara að lögum," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að Símanum sé ekki nauðsynlegt að láta af hendi upplýsingar sem gætu nýst við lausn á nauðgunarmáli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í byrjun mánaðarins. Ætlaður gerandi sést ekki greinilega á myndbandsupptökum en hann sést þó tala í síma skömmu eftir að hið ætlaða brot hafi verið framið. Lögreglan fór á fram á það að símafyrirtækjunum á Íslandi væri skylt að veita upplýsingar um alla farsíma sem hringt var úr eða í á svæðinu á tilgreindum tíma. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Hæstiréttur úrskurðaði í gær að lögreglan mætti ekki fá gögnin frá Símanum. Hvort hin símafyrirtækin hafi látið lögregluna fá upplýsingar er óljóst að svo stöddu. Sævar Freyr segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið líti svo á að því sé skylt að bera kröfur sem þessar undir dómstóla. „Þar sem við vitum að Hæstiréttur hefur ítrekað hafnað beiðnum um slíkt. Í dómnum kemur skýrt fram að ef við hefðum látið gögnin af hendi væri það brot stjórnarskrárvörðum rétti á friðhelgi einkalífsins." Sævar Freyr segir málið snúast um löggjöfina hér á landi. „Við viljum vinna með lögreglu í öllum svona málum - en við verðum að fara eftir lögum. Til að láta svona beiðnir af hendi verður löggjafinn að gera nauðsynlegar breytingar. Lögin heimila okkur ekki alltaf að taka málin lengra. Okkur ber skylda að fara eftir þeim."
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira