Skaftafellssýsla: Sjóbirtingurinn mættur á svæðið 27. ágúst 2012 12:21 Þessi sjóbirtingur veiddist reyndar í Hvíta í Borgarfirði. Mynd / Trausti Hafliðason Veiðimenn sem voru við veiðar í Eldvatnsbotnum um helgina lönduðu 10 sjóbirtingum og vógu þeir frá fjórum upp í átta pund. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er greint frá veiðiferð nokkurra manna í Eldvatnsbotna. Voru þeir við veiðar í tæpar þrjár vaktir og veiddu á tvær stangir. Auk þess að veiða 10 sjóbirtinga fengu þeir enn lax og eina bleikju. Laxinn var minnstur fiskanna en hann vó á bilinu þrjú til fjögur pund. Allir fiskanrir tólf veiddust á Breiðunni og í Beygjunni. Eins og áður hefur verið greint frá hér á Veiðivísi þá verður haldið sérstakt fræðslu- og kynningarkvöld á sjóbirtingssvæðum SVFR á morgun. Kynningin fer fram í nýjum húsakynnum SVFR í Elliðaárdal og hefst klukkan 20.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði
Veiðimenn sem voru við veiðar í Eldvatnsbotnum um helgina lönduðu 10 sjóbirtingum og vógu þeir frá fjórum upp í átta pund. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er greint frá veiðiferð nokkurra manna í Eldvatnsbotna. Voru þeir við veiðar í tæpar þrjár vaktir og veiddu á tvær stangir. Auk þess að veiða 10 sjóbirtinga fengu þeir enn lax og eina bleikju. Laxinn var minnstur fiskanna en hann vó á bilinu þrjú til fjögur pund. Allir fiskanrir tólf veiddust á Breiðunni og í Beygjunni. Eins og áður hefur verið greint frá hér á Veiðivísi þá verður haldið sérstakt fræðslu- og kynningarkvöld á sjóbirtingssvæðum SVFR á morgun. Kynningin fer fram í nýjum húsakynnum SVFR í Elliðaárdal og hefst klukkan 20.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði