Garcia gaf eftir og Watney fagnað sigri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2012 09:45 Watney var í góðum gír í Farmingdale um helgina. Nordicphotos/Getty Bandaríski kylfingurinn Nick Watney landaði sigri á Barclays-mótinu í New York fylki um helgina. Watney lyfti sér upp í efsta sæti stigalista FedEx-bikarsins og á möguleika á 10 milljóna dollara verðlaunafé á lokamótinu í næsta mánuði. Watney háði harða baráttu við Spánverjann Sergio Garcia á mótinu. Kapparnir voru jafnir að loknum tveimur fyrstu hringjunum en Garcia hafði tveggja högga forskot fyrir lokahringinn í Farmingdale. Garcia fór illa að ráði sínu á lokahringnum. Spánverjinn spilaði á fjórum höggum yfir pari og hafnaði í þriðja sæti ásamt Dustin Johnson. Watney setti hins vegar niður þriggja metra pútt á lokaholunni, nældi í fugl og skilaði sér í hús á tveimur höggum undir pari samanlagt. Næstur kom Brandt Snedeker á einu höggi yfir pari. Talið er að möguleiki Watney á sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna hafi aukist til muna með sigrinum. Fyrirliðinn David Love tilkynnir í næstu viku hvaða fjórir kylfingar hljóta náð hans um síðustu lausu sætin í liðinu. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Nick Watney landaði sigri á Barclays-mótinu í New York fylki um helgina. Watney lyfti sér upp í efsta sæti stigalista FedEx-bikarsins og á möguleika á 10 milljóna dollara verðlaunafé á lokamótinu í næsta mánuði. Watney háði harða baráttu við Spánverjann Sergio Garcia á mótinu. Kapparnir voru jafnir að loknum tveimur fyrstu hringjunum en Garcia hafði tveggja högga forskot fyrir lokahringinn í Farmingdale. Garcia fór illa að ráði sínu á lokahringnum. Spánverjinn spilaði á fjórum höggum yfir pari og hafnaði í þriðja sæti ásamt Dustin Johnson. Watney setti hins vegar niður þriggja metra pútt á lokaholunni, nældi í fugl og skilaði sér í hús á tveimur höggum undir pari samanlagt. Næstur kom Brandt Snedeker á einu höggi yfir pari. Talið er að möguleiki Watney á sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna hafi aukist til muna með sigrinum. Fyrirliðinn David Love tilkynnir í næstu viku hvaða fjórir kylfingar hljóta náð hans um síðustu lausu sætin í liðinu.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira