Einstök hellableikja við Mývatn 27. ágúst 2012 08:00 Við Mývatn. Hellableikjan hefur fundist í hellum við vatnið. Rannsókn á hellableikju við Mývatn stendur nú yfir en verkefnið þykir einstakt á heimsvísu þar sem fylgst er með þróun margra náttúrulegra stofna í einu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í gær. Tvö bleikjuafbrigði finnast í Mývatni en nú hefur þriðja afbrigðið, dvergvaxin bleikja, fundist í hraunhellum við vatnið. Svo virðist sem í hverjum helli hafi þróast sjálfstætt bleikjuafbrigði. Bjarni Kristófer Kristjánsson, dósent við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum, sagði í samtali við RÚV að í hverjum þessara hella virðist vera erfðafræðilega nánast aðgreindur stofn af bleikju, sem hver sé mjög lítill. Allir fiskar í tuttugu hellum verða merktir og fylgst verður með þeim í þrjú ár. Með rannsókninni vonast Bjarni Kristófer og samstarfsmenn hans meðal annars til þess að geta fundið út hvenær og hvernig bleikjan hafi komist í hellana og hvernig hún sé erfðafræðilega skyld bleikjunni í vatninu sem og innbyrðist. Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði
Rannsókn á hellableikju við Mývatn stendur nú yfir en verkefnið þykir einstakt á heimsvísu þar sem fylgst er með þróun margra náttúrulegra stofna í einu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í gær. Tvö bleikjuafbrigði finnast í Mývatni en nú hefur þriðja afbrigðið, dvergvaxin bleikja, fundist í hraunhellum við vatnið. Svo virðist sem í hverjum helli hafi þróast sjálfstætt bleikjuafbrigði. Bjarni Kristófer Kristjánsson, dósent við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum, sagði í samtali við RÚV að í hverjum þessara hella virðist vera erfðafræðilega nánast aðgreindur stofn af bleikju, sem hver sé mjög lítill. Allir fiskar í tuttugu hellum verða merktir og fylgst verður með þeim í þrjú ár. Með rannsókninni vonast Bjarni Kristófer og samstarfsmenn hans meðal annars til þess að geta fundið út hvenær og hvernig bleikjan hafi komist í hellana og hvernig hún sé erfðafræðilega skyld bleikjunni í vatninu sem og innbyrðist.
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði