Menning

Gói og Nína Dögg leika elskendur

Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói og Nína Dögg Filipusdóttir fara með hlutverk elskenda í verkinu Á sama tíma að ári.
Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói og Nína Dögg Filipusdóttir fara með hlutverk elskenda í verkinu Á sama tíma að ári.
Á meðal þess sem verður á boðstólum á nýju leikári Borgarleikhússins er einn ástsælasti gamanleikur seinni ára, Á sama tíma að ári. Verkið er löngu orðið sígilt því margir þekkja kvikmyndina sem hlaut fjölda Óskarstilnefninga á sínum tíma og leikritið ratar reglulega á fjalir leikhúsa um allan heim. 

Verkið var fyrst sviðsett á Íslandi með Bessa Bjarnasyni og Margréti Guðmundsóttur í aðalhlutverkunum og svo fyrir fimmtán árum voru það Siggi Sigurjóns og Tinna Gunnlaugsdóttir sem fóru í hlutverk elskendanna. 

Í þessum eftirsóttu hlutverkum verða að þessu sinni þau Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói og Nína Dögg Filipusdóttir sem hefur gert garðinn frægan með Vesturporti. Siggi Sigurjóns endurnýjar kynni sín af þessu verki sem hann lék hátt í tvöhundruð sinnum á sínum tíma því hann leikstýrir sýningunni í samstarfi við Bjarna Hauk Þórsson.

Á sama tíma að ári verður frumsýnt í Stóra sviði Borgarleikhússins 29. september þar sem það verður sýnt fram yfir áramót en einnig verður haldið í leikferð til Akureyrar þar sem verkið verður sýnt í Menningarhúsinu Hofi í nóvember.

Leikár Borgarleikhússins verður opinberað í heild sinni á morgun þegar nýtt Borgarleikhúsblað kemur út. Á boðstólum verða 26 verk en þegar hefur verið greint frá því að einn vinsælasti söngleikur heims, Mary Poppins verður frumsýndur í febrúar, Mýs og menn eftir John Steinbeck verður jólasýning ársins, Ormstunga kemur á fjalirnar í febrúar og Grímusýning ársins 2012, Tengdó snýr aftur ásamt Svari við bréfi Helgu.  -  Sjá vef Borgarleikhússins Borgarleikhus.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×