Sportveiðiblaðið: Breytingar í Þverá - Kjarrá 23. ágúst 2012 01:07 Sportveiðiblaðið kom í verslanir fyrir nokkrum dögum. Nýir leigutakar taka við Þverá - Kjarrá vonast til þess að auknar sleppingar á veiddum á laxi auki heildarveiðina um 15 til 20 prósent. Þetta kemur fram í Sportveiðiblaðinu sem kom í verslanir fyrir nokkrum dögum. Í blaðinu kennir ýmissa grasa. Meðal annars er þar að finna viðtal við flugukastsnillinginn Klaus Frimor; Ólaf Vigfússon í Veiðihorninu; viðtal við Vilborgu Reynisdóttur, nýjan formann Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar; veiðilýsingu á Geirlandsá og yfirlit yfir veiðimöguleika á Vestfjörðum. Aðalefnið í blaðinu er þó viðtal við Ingólf Ásgeirsson, sem er í forsvari fyrir nýja leigutaka Þverár - Kjarrár. Auk Ingólfs, standa þeir Davíð Másson og Halldór Hafsteinsson að veiðifélaginu Starir, sem eins og áður sagði tekur við Þverá - Kjarrá á næsta ári. Í viðtalinu segir Ingólfur að engar grundvallarbreytingar verði gerðar í Þverá - Kjarrá. Til að mynda verði ekki bætt við stöngum og sömu leiðsögumenn og verið hafi við ána verði áfram með nýju leigutökunum. Samkvæmt Ingólfi mun helst þrennt breytast. Í fyrsta lagi verður aukin áhersla á sleppingar á veiddum laxi. Með því telur Ingólfur mögulegt að auka veiðina um 15 til 20 prósent. Í öðru lagi verður Litla-Þverá, sem rennur í Þverá um 18 kílómetrum fyrir ofan ármótin við Hvítá, gerð að sérstöku tveggja stanga svæði. Þar verður boðið upp á sér veiðihús þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir. Í þriðja lagi verður boðið upp á sjóbirtingsveiði með laxavon eftir 20. ágúst á svæðinu fyrir neðan Kaðalstaðahyl. Þar verða tvær stangir en ekkert veiðihús. Lesa má meira um fyrirætlanir nýju leigatakanna í Þverá-Kjarrá og margt fleira í Sportveiðiblaðinu.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði
Nýir leigutakar taka við Þverá - Kjarrá vonast til þess að auknar sleppingar á veiddum á laxi auki heildarveiðina um 15 til 20 prósent. Þetta kemur fram í Sportveiðiblaðinu sem kom í verslanir fyrir nokkrum dögum. Í blaðinu kennir ýmissa grasa. Meðal annars er þar að finna viðtal við flugukastsnillinginn Klaus Frimor; Ólaf Vigfússon í Veiðihorninu; viðtal við Vilborgu Reynisdóttur, nýjan formann Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar; veiðilýsingu á Geirlandsá og yfirlit yfir veiðimöguleika á Vestfjörðum. Aðalefnið í blaðinu er þó viðtal við Ingólf Ásgeirsson, sem er í forsvari fyrir nýja leigutaka Þverár - Kjarrár. Auk Ingólfs, standa þeir Davíð Másson og Halldór Hafsteinsson að veiðifélaginu Starir, sem eins og áður sagði tekur við Þverá - Kjarrá á næsta ári. Í viðtalinu segir Ingólfur að engar grundvallarbreytingar verði gerðar í Þverá - Kjarrá. Til að mynda verði ekki bætt við stöngum og sömu leiðsögumenn og verið hafi við ána verði áfram með nýju leigutökunum. Samkvæmt Ingólfi mun helst þrennt breytast. Í fyrsta lagi verður aukin áhersla á sleppingar á veiddum laxi. Með því telur Ingólfur mögulegt að auka veiðina um 15 til 20 prósent. Í öðru lagi verður Litla-Þverá, sem rennur í Þverá um 18 kílómetrum fyrir ofan ármótin við Hvítá, gerð að sérstöku tveggja stanga svæði. Þar verður boðið upp á sér veiðihús þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir. Í þriðja lagi verður boðið upp á sjóbirtingsveiði með laxavon eftir 20. ágúst á svæðinu fyrir neðan Kaðalstaðahyl. Þar verða tvær stangir en ekkert veiðihús. Lesa má meira um fyrirætlanir nýju leigatakanna í Þverá-Kjarrá og margt fleira í Sportveiðiblaðinu.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði