Er voðalega íslensk í mér 22. ágúst 2012 21:00 Sækir innblástur í íslensk ljóð á vænlegri plötu sinni. Tónlistarkonan Elíza Newman leggur þessa dagana lokahönd á sína þriðju sólóplötu sem kemur út á Íslandi í haust. Elíza syngur á íslensku á plötunni en það er í fyrsta sinn síðan hún var í Kolrössu krókríðandi sem hún gefur út plötu með íslenskum textum. Heimþrá til Íslands var kveikjan að því að hún fór að syngja á íslensku á nýjan leik. "Ég komst ekki heim til Íslands í fyrra og fékk mikla heimþrá. Til að svala henni fór ég að lesa Laxness og íslensk ljóð. Daginn sem ég fór að blaða í Íslensku ljóðasafni sem ég erfði eftir móður mína samdi ég tíu lög held ég við ljóð íslenskra skálda og raunar munu þrjú þeirra rata á plötuna," segir Elíza sem meðal annars flutti lag sitt við ljóðið Heimþrá eftir Jóhann Sigurjónsson á tónleikum á Eyrarbakka síðustu helgi við góðar undirtektir. "Ljóðin komu mér af stað í því að syngja á íslensku aftur og í kjölfarið fór ég að semja á íslensku í fyrsta sinn í mörg ár, fann tungumálið aftur ef svo má segja." Fyrsta lagið af plötunni er þegar komið í spilun, það heitir Stjörnuryk og hefur notið töluverðra vinsælda í sumar. Þess má svo geta að Elíza stefnir á að ensk útgáfa plötunnar komi út í byrjun næsta árs. Elíza er búsett í London, en hún flutti þangað árið 2009. "Ég bjó líka í London á árunum 1999 til 2006. Þá kom ég heim og fór í kennaranám í Listaháskólanum. Ég flutti svo aftur út og fór í meistaranám í kennslufræðum tónlistar með sálfræðiívafi. Síðan ég lauk því þá hef ég unnið sem tónlistarkennari í skóla fyrir unglinga sem hafa lent í útistöðum í lífinu." Samhliða kennslu vinnur Elíza við lagasmíðar fyrir aðra en hún skrifaði nýverið undir höfundarréttarsamning við Wixen music og má þess geta að lag hennar I Wonder mun hljóma í ástralska þættinum Winners and Losers. Spurð hvort hún stefni á að flytja aftur heim til Íslands segir Elíza að hún væri mjög til í það. "Ég er voðalega íslensk í mér og væri mjög til í að flytja heim ef ég fengi tækifæri til þess." Elíza leikur lög af plötunni á Melodica Acoustic Festival-hátíðinni sem haldin verður í Reykjavík næstu helgi. "Það er mjög gott að leika lögin fyrir aðra þegar platan er svona langt komin í vinnslu, það myndast viss orka þegar leikið er fyrir áheyrendur sem hjálpar mér að taka lokaákvarðanir um útgáfur laganna sem ég held að ég ætli að halda sem einföldustum." Gísli Kristjánsson tónlistarmaður og upptökustjóri leikur með henni en upplýsingar um tónleikatíma má fá á síðunni Melodicafestival.org.sigridur@frettabladid.is Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tónlistarkonan Elíza Newman leggur þessa dagana lokahönd á sína þriðju sólóplötu sem kemur út á Íslandi í haust. Elíza syngur á íslensku á plötunni en það er í fyrsta sinn síðan hún var í Kolrössu krókríðandi sem hún gefur út plötu með íslenskum textum. Heimþrá til Íslands var kveikjan að því að hún fór að syngja á íslensku á nýjan leik. "Ég komst ekki heim til Íslands í fyrra og fékk mikla heimþrá. Til að svala henni fór ég að lesa Laxness og íslensk ljóð. Daginn sem ég fór að blaða í Íslensku ljóðasafni sem ég erfði eftir móður mína samdi ég tíu lög held ég við ljóð íslenskra skálda og raunar munu þrjú þeirra rata á plötuna," segir Elíza sem meðal annars flutti lag sitt við ljóðið Heimþrá eftir Jóhann Sigurjónsson á tónleikum á Eyrarbakka síðustu helgi við góðar undirtektir. "Ljóðin komu mér af stað í því að syngja á íslensku aftur og í kjölfarið fór ég að semja á íslensku í fyrsta sinn í mörg ár, fann tungumálið aftur ef svo má segja." Fyrsta lagið af plötunni er þegar komið í spilun, það heitir Stjörnuryk og hefur notið töluverðra vinsælda í sumar. Þess má svo geta að Elíza stefnir á að ensk útgáfa plötunnar komi út í byrjun næsta árs. Elíza er búsett í London, en hún flutti þangað árið 2009. "Ég bjó líka í London á árunum 1999 til 2006. Þá kom ég heim og fór í kennaranám í Listaháskólanum. Ég flutti svo aftur út og fór í meistaranám í kennslufræðum tónlistar með sálfræðiívafi. Síðan ég lauk því þá hef ég unnið sem tónlistarkennari í skóla fyrir unglinga sem hafa lent í útistöðum í lífinu." Samhliða kennslu vinnur Elíza við lagasmíðar fyrir aðra en hún skrifaði nýverið undir höfundarréttarsamning við Wixen music og má þess geta að lag hennar I Wonder mun hljóma í ástralska þættinum Winners and Losers. Spurð hvort hún stefni á að flytja aftur heim til Íslands segir Elíza að hún væri mjög til í það. "Ég er voðalega íslensk í mér og væri mjög til í að flytja heim ef ég fengi tækifæri til þess." Elíza leikur lög af plötunni á Melodica Acoustic Festival-hátíðinni sem haldin verður í Reykjavík næstu helgi. "Það er mjög gott að leika lögin fyrir aðra þegar platan er svona langt komin í vinnslu, það myndast viss orka þegar leikið er fyrir áheyrendur sem hjálpar mér að taka lokaákvarðanir um útgáfur laganna sem ég held að ég ætli að halda sem einföldustum." Gísli Kristjánsson tónlistarmaður og upptökustjóri leikur með henni en upplýsingar um tónleikatíma má fá á síðunni Melodicafestival.org.sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira