Þór og Víkingur Ó. færast nær Pepsí deildinni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 21. ágúst 2012 20:27 Topplið fyrstu deildar karla í fótbolta, Þór og Víkingur frá Ólafsvík unnu bæði leiki sína í kvöld þegar 17. umferð deildarinnar lauk með fimm leikjum. Þór sigraði ÍR á útivelli 2-1 og Víkingur Ó. sigraði Hauka á heimavelli sínum 2-0. Fjölnir sem er í þriðja sæti sigraði einnig sinn leik. Ármann Pétur Ævarsson skoraði bæði mörk Þórs í Breiðholtinu í kvöld en Orri Freyr Hjaltalín minnkaði muninn fyrir ÍR með sjálfsmarki í uppbótartíma en það kom þó ekki að sök. Þór er því enn með eins stigs forystu á Víking Ó. á toppi deildarinnar auk þess að eiga leik til góða. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk Víkings Ólafsvíkur gegn Haukum, á 45. og 47. mínútu en Árni Vilhjálmasson leikmaður Hauka fékk að líta rauða spjaldið á 79. mínútu. Fjölnir lagði Leikni 2-1 og heldur því enn í voninu um að komast upp í deild þeirra bestu. Það var þó Leiknir sem komst yfir þegar Hilmar Árni Halldórsson skoraði strax á 9. mínútu. Haukur Lárusson jafnaði metin á 28. mínútu og Guðmundur Karl Guðmundsson tryggði sigurinn á annarri mínútu seinni hálfleiks. Víkingur Reykjavík rúllaði yfir Tindastól á heimavelli sínum 5-0. Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði fyrsta og síðasta mark leiksins og í milli tíðinni skoruðu þeir Sigurður Egill Lárusson, Kjartan Dige Baldursson og Aaron Robert Spear. KA vann stórsigur á Hetti frá Egilsstöðum á Akureyri 4-1. Jóhann Helgason skoraði tvö marka KA auk þess sem Brian Gilmour og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu sitt hvort markið. Elmar Bragi Einarsson skoraði fyrir Hött. ÍR er sem fyrr á botni deildarinnar, stigi á eftir Hetti og Leikni. Tindastóll er þremur stigum frá fallsæti. Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
Topplið fyrstu deildar karla í fótbolta, Þór og Víkingur frá Ólafsvík unnu bæði leiki sína í kvöld þegar 17. umferð deildarinnar lauk með fimm leikjum. Þór sigraði ÍR á útivelli 2-1 og Víkingur Ó. sigraði Hauka á heimavelli sínum 2-0. Fjölnir sem er í þriðja sæti sigraði einnig sinn leik. Ármann Pétur Ævarsson skoraði bæði mörk Þórs í Breiðholtinu í kvöld en Orri Freyr Hjaltalín minnkaði muninn fyrir ÍR með sjálfsmarki í uppbótartíma en það kom þó ekki að sök. Þór er því enn með eins stigs forystu á Víking Ó. á toppi deildarinnar auk þess að eiga leik til góða. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk Víkings Ólafsvíkur gegn Haukum, á 45. og 47. mínútu en Árni Vilhjálmasson leikmaður Hauka fékk að líta rauða spjaldið á 79. mínútu. Fjölnir lagði Leikni 2-1 og heldur því enn í voninu um að komast upp í deild þeirra bestu. Það var þó Leiknir sem komst yfir þegar Hilmar Árni Halldórsson skoraði strax á 9. mínútu. Haukur Lárusson jafnaði metin á 28. mínútu og Guðmundur Karl Guðmundsson tryggði sigurinn á annarri mínútu seinni hálfleiks. Víkingur Reykjavík rúllaði yfir Tindastól á heimavelli sínum 5-0. Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði fyrsta og síðasta mark leiksins og í milli tíðinni skoruðu þeir Sigurður Egill Lárusson, Kjartan Dige Baldursson og Aaron Robert Spear. KA vann stórsigur á Hetti frá Egilsstöðum á Akureyri 4-1. Jóhann Helgason skoraði tvö marka KA auk þess sem Brian Gilmour og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu sitt hvort markið. Elmar Bragi Einarsson skoraði fyrir Hött. ÍR er sem fyrr á botni deildarinnar, stigi á eftir Hetti og Leikni. Tindastóll er þremur stigum frá fallsæti.
Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira