Menning

Dagur Kári leikstýrir danskri mynd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kvikmyndaleikstjórinn Dagur Kári.
Kvikmyndaleikstjórinn Dagur Kári. mynd/ anton brink.
Dagur Kári hefur nú tekið að sér að leikstýra nýrri stórmynd sem Nimbus Film í Danmörku hyggst framleiða í samstarfi við fleiri norræna aðila. Kostnaðaráætlun myndarinnar hljóðar upp á tæpar 900 milljónir króna. Það verður því í nógu að snúast hjá Degi Kára næstu misserin, en hann er nú á kafi við undirbúning næstu kvikmyndar sinnar, sem nefnist Rocketman. Baltasar Kormákur og Agnes Johansen framleiða myndina fyrir kvikmyndafyrirtækið Sögn í samstarfi við Nimbus Film í Danmörku. Rocketman, sem þrátt fyrir titilinn er íslensk mynd og með íslensku tali, verður tekin upp hér á landi í vetur og er ráðgert að hún verði tilbúin til sýningar að ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×