Tungufljótið að gefa vænan sjóbirting og lax Svavar Hávarðsson skrifar 20. ágúst 2012 18:03 Þeir geta orðið nokkuð stórir í Syðri-Hólma birtingarnir. Þessi hængur tók Heimasætuna hjá Bjarna Júl. Mynd/BJ Veiðivísir heyrði í Bjarna Júlíussyni, formanni SVFR, og leitaði frétta úr Tungufljóti. Þeir sem þar voru við veiðar um helgina segja töluvert líf vera á bökkum árinnar. "Fyrstu birtingarnir komu á land fyrir miðjan mánuðinn, og við heyrðum af 8 og 12 punda birtingum úr Syðri Hólma. Svo virðist laxinn vera kominn líka, því þar var einn 96 sentímetra tekinn úr Klapparhyl á Nobbler. Það er nokkuð hæfilegt vatn í fljótinu núna segja veiðimenn og eru bjartsýnir á að þar verði líf næstu dagana" segir Bjarni. Eins eru góðar fréttir úr Hraunsfirði en þar koma góð skot af og til. Um helgina var þar veiðimaður sem tók 4 bleikjur allar yfir 4 pund. "Hann sá lax stökkva örlítið utar, færði sig á punktinn þar sem hann sá hreyfinguna, setti rauðan Francis undir og tók auðvitað laxinn! Svona á að gera þetta," segir Bjarni. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði
Veiðivísir heyrði í Bjarna Júlíussyni, formanni SVFR, og leitaði frétta úr Tungufljóti. Þeir sem þar voru við veiðar um helgina segja töluvert líf vera á bökkum árinnar. "Fyrstu birtingarnir komu á land fyrir miðjan mánuðinn, og við heyrðum af 8 og 12 punda birtingum úr Syðri Hólma. Svo virðist laxinn vera kominn líka, því þar var einn 96 sentímetra tekinn úr Klapparhyl á Nobbler. Það er nokkuð hæfilegt vatn í fljótinu núna segja veiðimenn og eru bjartsýnir á að þar verði líf næstu dagana" segir Bjarni. Eins eru góðar fréttir úr Hraunsfirði en þar koma góð skot af og til. Um helgina var þar veiðimaður sem tók 4 bleikjur allar yfir 4 pund. "Hann sá lax stökkva örlítið utar, færði sig á punktinn þar sem hann sá hreyfinguna, setti rauðan Francis undir og tók auðvitað laxinn! Svona á að gera þetta," segir Bjarni. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði