Hvítá/Ölfusá: 206.707 laxar í net frá 1974 30. ágúst 2012 18:07 Árni Baldursson talar tæpitungulaust í nýjum pistli um neta- og stangveiði í Ölfusá/Hvítá Árni Baldursson, hjá Lax-á, birtir harðorðan pistil á heimasíðu félagsins í dag þar sem hann gagnrýnir netaveiði í Hvítá og Ölfusá. Árni bendir á að netaveiðibændur hafi tekið þrjá fjórðu af öllum veiddum frá árinu 1974 til 2011. Á bak við þau hlutföll eru 206.707 laxar veiddir í net; 71.373 á stöng. Árni gerir það að umtalsefni hver sanngirnin sé í því að 20 netabændur séu svo stórtækir í veiðum á vatnasvæðinu sem raun ber vitni þar sem laxinn sé augljóslega á leiðinni í árnar þar sem hann er upprunninn þegar hann gengur í netin neðar í vatnakerfinu. Fjölmargar spurningar setur Árni fram: „Af hverju eru þessar netaveiðar kvótalausar, hvar er nýtingaáætlun Veiðifélags Árnesinga sem öllum veiðifélögum er skylt gera? Af hverju er ekki nýtingaráætlun og kvóti á laxi settur á hverja netaveiðijörð? Af hverju er ekki farið að tilmælum Veiðimálastofnunar?" Eins spyr hann hvernig það megi vera að „örfáar netaveiðijarðir getið tekið til sín í sjálftöku á 75% af heildarveiðinni á laxi á svæðinu" meðan stangveiðimenn reyna af fremsta megni að hlúa að síðustu löxunum.Pistil Árna má lesa í heild sinni hér en niðurlag greinarinnar er eftirfarandi: „Það þýðir bara ekki að tala um hefðir og hefðir endalaust, netaveiðimenn skulda landeigendum í uppám Árnessýslu margafalda afsökunarbeiðni á því hvernig þeir hafa gengið um auðlindina um áratuga skeið." Veiðivísir hefur að undanförnu fjallað nokkuð um netaveiði í Hvítá/Ölfusá, en þau skrif má kynna sér hér. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði
Árni Baldursson, hjá Lax-á, birtir harðorðan pistil á heimasíðu félagsins í dag þar sem hann gagnrýnir netaveiði í Hvítá og Ölfusá. Árni bendir á að netaveiðibændur hafi tekið þrjá fjórðu af öllum veiddum frá árinu 1974 til 2011. Á bak við þau hlutföll eru 206.707 laxar veiddir í net; 71.373 á stöng. Árni gerir það að umtalsefni hver sanngirnin sé í því að 20 netabændur séu svo stórtækir í veiðum á vatnasvæðinu sem raun ber vitni þar sem laxinn sé augljóslega á leiðinni í árnar þar sem hann er upprunninn þegar hann gengur í netin neðar í vatnakerfinu. Fjölmargar spurningar setur Árni fram: „Af hverju eru þessar netaveiðar kvótalausar, hvar er nýtingaáætlun Veiðifélags Árnesinga sem öllum veiðifélögum er skylt gera? Af hverju er ekki nýtingaráætlun og kvóti á laxi settur á hverja netaveiðijörð? Af hverju er ekki farið að tilmælum Veiðimálastofnunar?" Eins spyr hann hvernig það megi vera að „örfáar netaveiðijarðir getið tekið til sín í sjálftöku á 75% af heildarveiðinni á laxi á svæðinu" meðan stangveiðimenn reyna af fremsta megni að hlúa að síðustu löxunum.Pistil Árna má lesa í heild sinni hér en niðurlag greinarinnar er eftirfarandi: „Það þýðir bara ekki að tala um hefðir og hefðir endalaust, netaveiðimenn skulda landeigendum í uppám Árnessýslu margafalda afsökunarbeiðni á því hvernig þeir hafa gengið um auðlindina um áratuga skeið." Veiðivísir hefur að undanförnu fjallað nokkuð um netaveiði í Hvítá/Ölfusá, en þau skrif má kynna sér hér. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði