Sérfræðingar í göngu- og hlaupagreiningu sem nota fullkominn greiningarbúnað 30. ágúst 2012 12:59 Hjá Atlas starfa sérfræðingar í göngu- og hlaupagreiningum og fagfólk sem sér um skógreiningu, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. mynd/stefán Atlas göngugreining er staðsett í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. "Við erum hluti af afreksmiðstöð ÍSÍ þannig að margir afreksíþróttamenn og hlauparar koma í greiningu til okkar. Við höfum afskaplega reynslumikið starfsfólk í göngugreiningu og að auki erum við sérfræðingar í skóm. Ég get fullyrt að það er enginn á landinu með jafnmikla sérfræðiþekkingu á skóm og við. Við erum með svokallaðan Running Expert-stimpil frá Asics," segir Lýður B. Skarphéðinsson, íþróttafræðingur og sérfræðingur í göngu- og hlaupagreiningu hjá Atlas. Göngu- og hlaupagreining er fyrir alla sem eru með einkenni frá baki, mjöðmum, nára, hnjám, framanverðum leggjum, ökklum og hælum. Einnig fyrir þá sem fá sinadrátt eða eymsli í kálfa, iljar eða tær, aflaganir á fæti svo sem aukabein og óeðlilegan vöxt beina. "Í stuttu máli sagt er greining fyrir alla þá sem eru með verki í líkamanum. Þegar fólk er til dæmis að byrja að hreyfa sig og fær einhvers konar verki í stoðkerfið er um að gera að koma. Við finnum oft einfalda lausn á vandamáli sem getur orðið stórt ef ekkert er að gert. Ef eitthvað kemur í ljós sem við ráðum ekki við að laga höfum við mjög öflugt net ýmissa sérfræðinga, svo sem bæklunarlækna, sjúkraþjálfara og annarra, sem við vísum fólki til." Atlas sérhæfir sig í sölu á gæðavörum og leggur metnað í góða þjónustu og býður sanngjarnt verð. Hjá Atlas sér fagfólk um skógreiningu, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. "Við erum með mesta úrval landsins af Asics-skóm og Ecco-hlaupaskóm. Við erum líka með létta gönguskó og sandala frá Teva. Allir skór sem við seljum eru sérvaldir inn í búðina af sérfræðingum fyrirtækisins. Við gefum engan afslátt af gæðum." Atlas er á ferðinni um landið með göngu- og hlaupagreiningu, kynningar og sölu á tengdum vörum. "Við höfum haldið þessari þjónustu í fimmtán ár. Við förum á 35 staði víða um land. Við reynum að fara tvisvar á ári á hvern stað og förum þrisvar til fjórum sinnum á stærstu staðina," segir Lýður. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Atlas göngugreining er staðsett í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. "Við erum hluti af afreksmiðstöð ÍSÍ þannig að margir afreksíþróttamenn og hlauparar koma í greiningu til okkar. Við höfum afskaplega reynslumikið starfsfólk í göngugreiningu og að auki erum við sérfræðingar í skóm. Ég get fullyrt að það er enginn á landinu með jafnmikla sérfræðiþekkingu á skóm og við. Við erum með svokallaðan Running Expert-stimpil frá Asics," segir Lýður B. Skarphéðinsson, íþróttafræðingur og sérfræðingur í göngu- og hlaupagreiningu hjá Atlas. Göngu- og hlaupagreining er fyrir alla sem eru með einkenni frá baki, mjöðmum, nára, hnjám, framanverðum leggjum, ökklum og hælum. Einnig fyrir þá sem fá sinadrátt eða eymsli í kálfa, iljar eða tær, aflaganir á fæti svo sem aukabein og óeðlilegan vöxt beina. "Í stuttu máli sagt er greining fyrir alla þá sem eru með verki í líkamanum. Þegar fólk er til dæmis að byrja að hreyfa sig og fær einhvers konar verki í stoðkerfið er um að gera að koma. Við finnum oft einfalda lausn á vandamáli sem getur orðið stórt ef ekkert er að gert. Ef eitthvað kemur í ljós sem við ráðum ekki við að laga höfum við mjög öflugt net ýmissa sérfræðinga, svo sem bæklunarlækna, sjúkraþjálfara og annarra, sem við vísum fólki til." Atlas sérhæfir sig í sölu á gæðavörum og leggur metnað í góða þjónustu og býður sanngjarnt verð. Hjá Atlas sér fagfólk um skógreiningu, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. "Við erum með mesta úrval landsins af Asics-skóm og Ecco-hlaupaskóm. Við erum líka með létta gönguskó og sandala frá Teva. Allir skór sem við seljum eru sérvaldir inn í búðina af sérfræðingum fyrirtækisins. Við gefum engan afslátt af gæðum." Atlas er á ferðinni um landið með göngu- og hlaupagreiningu, kynningar og sölu á tengdum vörum. "Við höfum haldið þessari þjónustu í fimmtán ár. Við förum á 35 staði víða um land. Við reynum að fara tvisvar á ári á hvern stað og förum þrisvar til fjórum sinnum á stærstu staðina," segir Lýður.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira