Schumacher og Hamilton fljótastir á æfingum í Monza Birgir Þór Harðarson skrifar 7. september 2012 13:47 Red Bull voru hvergi á æfingunum í dag. nordicphotos/afp Mercedes knúnir bílar voru fljótastir á æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn í Monza í dag. Michael Schumacher, sem ekur fyrir Mercedes-liðið, var fljótastur á æfingum morgunsins og Lewis Hamilton, á McLaren-bíl, var fljótastur á æfingunum í hádeginu. Mercedes-vélarnar virðast vera þær öflugustu á Monza-brautinni sem er sú hraðasta á tímabilinu. Fernando Alonso, á Ferrari-bíl, var fljótastur um brautina framan af á seinni æfingunni en lenti í vandræðum með bílinn þegar á leið. Hann þurfti því að leggja bílnum inn í skúr og varð af dýrmætum reynsluaksturstíma. Gera má ráð fyrir að Ferrari-liðinu hafi ekki tekist að safna nægilegum upplýsingum um virkni bílsins með full tank af eldsneyti. Það gæti skaðað möguleika þeirra á sigri í kappakstrinum. Liðið verður annars örugglega öflugt í tímatökunum. Það sem gæti haft áhrif á getu sumra liða er hvaða gírhlutföll þeir hafa valið til að nota í kappakstrinum. Gírhlutföllin þarf að útnefna í upphafi tímabils áður en nokkur reynsla kemst á ökutækin. Liðin eru þvinguð til að leggja áherslu á valin mót því aðeins takmarkaður fjöldi gírhlutfalla má velja fyrir tímabilið. Red Bull-liðið var ekki í neinum sérstökum gír í dag. Þeir eiga greinilega við sama vandamál að stríða og á Spa-brautinni fyrir viku því bíllinn hefur ekki nógu mikinn endahraða á beinu köflunum. Óvíst er hvort liðinu takist að laga það fyrir kappaksturinn. Tímatökur fyrir kappaksturinn eru á morgun og eru sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu. Búast má við fjörugum kappakstri því Alonso þarf nú að hafa virkilegar áhyggjur af keppnautum sínum. Þeir átu verulega af forystu Alonso í belgíska kappakstrinum fyrir viku því Alonso komst ekki í gegnum fyrstu beygju. Formúla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mercedes knúnir bílar voru fljótastir á æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn í Monza í dag. Michael Schumacher, sem ekur fyrir Mercedes-liðið, var fljótastur á æfingum morgunsins og Lewis Hamilton, á McLaren-bíl, var fljótastur á æfingunum í hádeginu. Mercedes-vélarnar virðast vera þær öflugustu á Monza-brautinni sem er sú hraðasta á tímabilinu. Fernando Alonso, á Ferrari-bíl, var fljótastur um brautina framan af á seinni æfingunni en lenti í vandræðum með bílinn þegar á leið. Hann þurfti því að leggja bílnum inn í skúr og varð af dýrmætum reynsluaksturstíma. Gera má ráð fyrir að Ferrari-liðinu hafi ekki tekist að safna nægilegum upplýsingum um virkni bílsins með full tank af eldsneyti. Það gæti skaðað möguleika þeirra á sigri í kappakstrinum. Liðið verður annars örugglega öflugt í tímatökunum. Það sem gæti haft áhrif á getu sumra liða er hvaða gírhlutföll þeir hafa valið til að nota í kappakstrinum. Gírhlutföllin þarf að útnefna í upphafi tímabils áður en nokkur reynsla kemst á ökutækin. Liðin eru þvinguð til að leggja áherslu á valin mót því aðeins takmarkaður fjöldi gírhlutfalla má velja fyrir tímabilið. Red Bull-liðið var ekki í neinum sérstökum gír í dag. Þeir eiga greinilega við sama vandamál að stríða og á Spa-brautinni fyrir viku því bíllinn hefur ekki nógu mikinn endahraða á beinu köflunum. Óvíst er hvort liðinu takist að laga það fyrir kappaksturinn. Tímatökur fyrir kappaksturinn eru á morgun og eru sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu. Búast má við fjörugum kappakstri því Alonso þarf nú að hafa virkilegar áhyggjur af keppnautum sínum. Þeir átu verulega af forystu Alonso í belgíska kappakstrinum fyrir viku því Alonso komst ekki í gegnum fyrstu beygju.
Formúla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira