Laxinn stökk sjálfur í land í Hallá 7. september 2012 13:05 Hallá hefur aðeins gefið sextíu laxa í sumar enn sem komið er. Mynd / Lax-á. Veiðimaður í Hallá við Skagaströnd í lok ágúst sá nokkra laxa en náði ekki að setja í þá. Einn laxinn sá þó aumur á honum og gekk sjálfur á land. Um þetta má lesa á agn.is. "Við heyrðum í veiðimanni sem skaust í Hallá og veiddi eina kvöldvakt þegar farið var að líða á síðari hluta ágúst mánaðar. Kvaðst hann hafa mætt hóflega bjartsýnn að veiðihúsinu eftir allar þær hamfarafréttir sem hafa dunið á okkur þetta árið," segir á agn.is. "Það kom veiðimanninum því nokkuð á óvart að sjá að það væri þó búið að skrá þetta marga laxa í veiðibókina. Þeir sem höfðu veitt daginn áður en okkar maður var á ferðinni höfðu landað tveimur 14 punda löxum, báðum nýgengnum og lúsugum. Það var því einhver von til staðar. Þegar komið var að ánni sáust fljótlega nokkrir laxar neðarlega í ánni. Eftir að 2-3 flugum hafði verið kastað á þá komst styggð að löxunum. Fóru þeir að hringsóla um hylinn og tóku loks strikið niður ánna og hurfu sjónum. Þá bar heldur betur til tíðinda. Um það bil 50 metrum neðar lenti einn laxinn á mjög grunnu vatni og spriklaði sjálfur á land. Þetta var eini laxinn sem kom á land þann daginn en okkur heyrðist á veiðimanninum að hann hefði svo sannarlega verið betri en enginn." Þá segir Agninu að Hallá hafi verið ágæt í ágúst. Um sextíu laxar séu komnir á land þrátt fyrir að áin hafi fundið vel fyrir hinu mikla þurrkasumri og verið "hóflega ástunduð".gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Ljósmyndakeppni meðal skotveiðimanna Veiði
Veiðimaður í Hallá við Skagaströnd í lok ágúst sá nokkra laxa en náði ekki að setja í þá. Einn laxinn sá þó aumur á honum og gekk sjálfur á land. Um þetta má lesa á agn.is. "Við heyrðum í veiðimanni sem skaust í Hallá og veiddi eina kvöldvakt þegar farið var að líða á síðari hluta ágúst mánaðar. Kvaðst hann hafa mætt hóflega bjartsýnn að veiðihúsinu eftir allar þær hamfarafréttir sem hafa dunið á okkur þetta árið," segir á agn.is. "Það kom veiðimanninum því nokkuð á óvart að sjá að það væri þó búið að skrá þetta marga laxa í veiðibókina. Þeir sem höfðu veitt daginn áður en okkar maður var á ferðinni höfðu landað tveimur 14 punda löxum, báðum nýgengnum og lúsugum. Það var því einhver von til staðar. Þegar komið var að ánni sáust fljótlega nokkrir laxar neðarlega í ánni. Eftir að 2-3 flugum hafði verið kastað á þá komst styggð að löxunum. Fóru þeir að hringsóla um hylinn og tóku loks strikið niður ánna og hurfu sjónum. Þá bar heldur betur til tíðinda. Um það bil 50 metrum neðar lenti einn laxinn á mjög grunnu vatni og spriklaði sjálfur á land. Þetta var eini laxinn sem kom á land þann daginn en okkur heyrðist á veiðimanninum að hann hefði svo sannarlega verið betri en enginn." Þá segir Agninu að Hallá hafi verið ágæt í ágúst. Um sextíu laxar séu komnir á land þrátt fyrir að áin hafi fundið vel fyrir hinu mikla þurrkasumri og verið "hóflega ástunduð".gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Ljósmyndakeppni meðal skotveiðimanna Veiði