Haustveiði á laxi í höfuðborginni gengur vel 6. september 2012 13:12 Höfuðhylur geymir jafnt lax, urriða og sjóbirting þessa dagana. Mynd / Garðar Hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eru menn ánægðir með haustveiðina í Elliðaánum. Á vef félagsins er sagt frá því að tólf laxar hafi veiðst í gær og urriðar og sjóbirtingar að auki. "Það var ekki að sökum að spyrja, þegar rigndi þá færðist heldur betur líf í Elliðaárnar. Þannig háttaði til í dag, talsverð rigning var í Reykjavík og á vatnasviði Elliðaánna. Vatnið í ánum óx og laxinn komst í gott tökuskap. Alls veiddust tólf laxar í ánum í dag og var þeim öllum sleppt, eins og reglur kveða á um nú í september," segir á svfr.is. Þá er haft eftir veiðimönnum að mikið líf hafi víða verið og fjölmargir laxar sýnt flugum þeirra áhuga. "Þó nokkrir laxar misstust, en tólf var landað eins og fyrr sagði. Því má bæta við að nokkrir urriðar og sjóbirtingar veiddust einnig. Til tíðinda telst að tveir sjóbirtinganna voru vænir. Þannig veiddist einn um 50 sentímetra langur birtingur í Árbæjarhyl og annar 59 sentímetrar í Höfuðhyl sem er efsti veiðistaður í Elliðaánum," segir áfram á svfr.is. Í september er aðeins veitt ofan Árbæjarstíflu og eingöngu á flugu eins og fram hefur komið og öllum laxi sleppt. Veitt er til og með 14. september. gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði
Hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eru menn ánægðir með haustveiðina í Elliðaánum. Á vef félagsins er sagt frá því að tólf laxar hafi veiðst í gær og urriðar og sjóbirtingar að auki. "Það var ekki að sökum að spyrja, þegar rigndi þá færðist heldur betur líf í Elliðaárnar. Þannig háttaði til í dag, talsverð rigning var í Reykjavík og á vatnasviði Elliðaánna. Vatnið í ánum óx og laxinn komst í gott tökuskap. Alls veiddust tólf laxar í ánum í dag og var þeim öllum sleppt, eins og reglur kveða á um nú í september," segir á svfr.is. Þá er haft eftir veiðimönnum að mikið líf hafi víða verið og fjölmargir laxar sýnt flugum þeirra áhuga. "Þó nokkrir laxar misstust, en tólf var landað eins og fyrr sagði. Því má bæta við að nokkrir urriðar og sjóbirtingar veiddust einnig. Til tíðinda telst að tveir sjóbirtinganna voru vænir. Þannig veiddist einn um 50 sentímetra langur birtingur í Árbæjarhyl og annar 59 sentímetrar í Höfuðhyl sem er efsti veiðistaður í Elliðaánum," segir áfram á svfr.is. Í september er aðeins veitt ofan Árbæjarstíflu og eingöngu á flugu eins og fram hefur komið og öllum laxi sleppt. Veitt er til og með 14. september. gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði