Haustveiðin farin af stað í Elliðaánum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. september 2012 16:00 Nýgenginn lax veiddist í Sjávarfossi í Elliðaánum fyrir nokkrum dögum. Mynd / Garðar Tveir laxar komu á land í morgun í Elliðaánum. Var það fyrsta vaktin af tveggja vikna tímabili sem bætt var við áður ákveðna veiðidaga í sumar. Aðeins er heimilt að veiða á flugu þessar tvær viðbótarvikur og er skylt að sleppa öllum laxi. Eingöngu er veitt í efri hluta ánna. Annar laxinn sem fékkst í morgun kom á Þýska snældu í Borgarstjóraholu og hinn veiddist í Hrauninu. Með þessum tveimur löxum var sumarveiðin í Elliðaánum komin upp í 769 laxa. Þótt veiðin síðustu vikurnar hafi verið mest á efsta svæðinu hafa fáeinir laxar skilað sér á land niður frá líka. Þannig veiddist nýgenginn lax í Sjávarfossi fyrir nokkrum dögum. Eitthvað er enn eftir af óseldum leyfum í Elliðaárnar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Síðasti veiðidagurinn er 14. september. Veitt er á fjórar stangir. Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði
Tveir laxar komu á land í morgun í Elliðaánum. Var það fyrsta vaktin af tveggja vikna tímabili sem bætt var við áður ákveðna veiðidaga í sumar. Aðeins er heimilt að veiða á flugu þessar tvær viðbótarvikur og er skylt að sleppa öllum laxi. Eingöngu er veitt í efri hluta ánna. Annar laxinn sem fékkst í morgun kom á Þýska snældu í Borgarstjóraholu og hinn veiddist í Hrauninu. Með þessum tveimur löxum var sumarveiðin í Elliðaánum komin upp í 769 laxa. Þótt veiðin síðustu vikurnar hafi verið mest á efsta svæðinu hafa fáeinir laxar skilað sér á land niður frá líka. Þannig veiddist nýgenginn lax í Sjávarfossi fyrir nokkrum dögum. Eitthvað er enn eftir af óseldum leyfum í Elliðaárnar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Síðasti veiðidagurinn er 14. september. Veitt er á fjórar stangir.
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði