Vilja svör vegna mengunarslyss Svavar Hávarðsson skrifar 14. september 2012 23:44 Veitt í Rangárflúðum í Ytri-Rangá. Mynd / Trausti Hafliðason Stangveiðifélagið Lax-á ehf., leigutaki Ytri-Rangár, telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mengunarslyss sem varð í ánni í september í fyrra. Lögfræðingur Lax-ár hefur sent hreppsnefnd Rangárþings ytra erindi þessa efnis og leitað eftir afstöðu sveitarfélagsins til málsins. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að leita eftir áliti hjá lögmanni sveitarfélagsins. Eins á að kanna afstöðu fyrirtækisins Reykjagarðs vegna málsins. Forsaga málsins er sú að 7. september í fyrra flæddi úrgangur úr kjúklingasláturhúsi Reykjagarðs við Hellu niður Ytri-Rangá vegna mistaka. Á þeim tíma var á annan tug útlendinga við veiðar í ánni sem urðu vitni að því þegar úrgangurinn; kjúklingafita, innyfli og salernispappír, komu fljótandi í gegnum veiðistaði þeirra. Áin var óveiðandi fyrst á eftir og langt fram á haust var fitubrák við bakka hennar. Ekki var um einsdæmi að ræða, að sögn starfsmanna Lax-ár á þeim tíma, en sveitarfélagið setti í kjölfarið upp hreinsistöð til að fyrirbyggja að frekari óhöpp myndu endurtaka sig. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þurftu forsvarsmenn Lax-ár að bjóða veiðimönnum veiðileyfi í sumar í bætur. Málið snýst ekki síst um að endurvinna ímynd Ytri-Rangár sem veiðiár í hópi þeirra viðskiptavina fyrirtækisins sem hafa komið þar til veiða árum saman.svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði
Stangveiðifélagið Lax-á ehf., leigutaki Ytri-Rangár, telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mengunarslyss sem varð í ánni í september í fyrra. Lögfræðingur Lax-ár hefur sent hreppsnefnd Rangárþings ytra erindi þessa efnis og leitað eftir afstöðu sveitarfélagsins til málsins. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að leita eftir áliti hjá lögmanni sveitarfélagsins. Eins á að kanna afstöðu fyrirtækisins Reykjagarðs vegna málsins. Forsaga málsins er sú að 7. september í fyrra flæddi úrgangur úr kjúklingasláturhúsi Reykjagarðs við Hellu niður Ytri-Rangá vegna mistaka. Á þeim tíma var á annan tug útlendinga við veiðar í ánni sem urðu vitni að því þegar úrgangurinn; kjúklingafita, innyfli og salernispappír, komu fljótandi í gegnum veiðistaði þeirra. Áin var óveiðandi fyrst á eftir og langt fram á haust var fitubrák við bakka hennar. Ekki var um einsdæmi að ræða, að sögn starfsmanna Lax-ár á þeim tíma, en sveitarfélagið setti í kjölfarið upp hreinsistöð til að fyrirbyggja að frekari óhöpp myndu endurtaka sig. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þurftu forsvarsmenn Lax-ár að bjóða veiðimönnum veiðileyfi í sumar í bætur. Málið snýst ekki síst um að endurvinna ímynd Ytri-Rangár sem veiðiár í hópi þeirra viðskiptavina fyrirtækisins sem hafa komið þar til veiða árum saman.svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði