Tveir nýir staðir í Iðuhúsinu 13. september 2012 10:51 Lækjargata 2. Á dögunum opnuðu tveir nýir veitingastaðir hlið við hlið í Iðuhúsinu Lækjargötu 2. Þetta eru Soya-Sushi Makibar og Adesso Crêpes & súpubar. "Nýr valmöguleiki fyrir miðbæjargesti," segir Elís Árnason. Eigendur staðanna eru matreiðslumeistararnir Elís Árnason og Ívar Unnsteinsson og Þórhallur Arnórsson. Þeir hafa staðið vaktina í hamaganginum og eru ánægðir með útkomuna. Soya-Sushi Makibar býður upp á þá nýbreytni í sushi-framreiðslu að gestir geta valið sjálfir innihald maki-bitanna sem þeir kaupa. Á Adesso Crêpes & súpubar er boðið upp á súpur og crêpes, og er í raun nokkurs konar crêpes-útibú frá Café Adesso í Smáralind. "Leifur Welding á heiðurinn að hönnun beggja staðanna sem eru hinir glæsilegustu, en hann hefur komið að hönnun margra flottustu veitingastaða miðbæjarins. Staðirnir tveir eru samliggjandi svo hægt er að ganga á milli þeirra sem er einkar hentugt ef margir eru í hóp, þá geta sumir fengið sér sushi en aðrir crêpes. Svo situr fólk hvorum megin sem það vill," segir Elís ánægður.Veldu þitt eigið sushi Soya-Sushi Makibar er algjörlega ný hugmyndafræði í framreiðslu á sushi þar sem viðskiptavinurinn velur sjálfur það hráefni sem honum þóknast í maki-rúlluna. "Við bjóðum nær eingöngu upp á maki-rúllur, sem er vinsælasta tegund sushi í heiminum. Hægt er að velja úr yfir fimmtíu tegundum til að búa til draumasushi-rúlluna sína. Hvort sem viðskiptavinurinn vill lax, kóríander, kókoslauf, chili, lárperu eða annað þá velur hann það sjálfur," segir Ívar. Þannig er komið til móts við þarfir hvers og eins enda smekkur fólks mismunandi. "Sumir fá reyndar valkvíða, eða þekkja ekki hvaða tegundir passa vel saman. Fyrir þá erum við með tilbúnar rúllur og komum til með að bjóða upp á matseðil til að auðvelda þeim valið." Með því að bjóða nær eingöngu upp á maki-rúllur er verðið lægra en gengur og gerist. "Það er í raun keypt ein, eða hálf rúlla og aðeins greiddar 186 krónur fyrir hvern bita. Einnig erum við með sérstakar krakkarúllur. Hvort sem ætlunin er að fara á rómantískt stefnumót, halda fjölskylduboð eða halda veislu fyrir stærri hópa þá er Soya Makibar einstaklega hagkvæmur kostur." Hugmyndin að Soya Makibar er fengin frá Bandaríkjunum þar sem þessi gerð sushi-staða hefur verið að ryðja sér til rúms síðan 2008. Hún byggir á því að viðskiptavinurinn fær valdið í sínar hendur og býr til sitt eigið sushi. "Við tökum ekki við pöntunum heldur hugmyndum frá fólki og framkvæmum þær. Þannig verður hver sushi-rúlla einstök þar sem viðskiptavinurinn er algjörlega við stjórn." Nánari upplýsingar um staðinn og matseðil má sjá á Soyamakibar.is Crépes útibú opnar í miðbænumAdesso Crêpes & súpubarkynnir: Veitingastaðurinn Adesso Crêpes & súpubar er nokkurs konar crêpes-útibú frá veitingastaðnum Café Adesso í Smáralind. Elís Árnason hefur rekið Café Adesso í Smáralind í rúm níu ár þar sem boðið er upp á crêpes. „Fólk hefur komið langar leiðir til að fá sér crêpes í Smáralind, enda erum við með glæsilegan matseðil. Því fannst okkur tilvalið að gefa fólki færi á sömu réttum í miðbænum með því að opna stað með Crépes matseðli Cafe Adesso í Iðuhúsinu, Lækjargötu 2,“ segir Elís. Prýðilegar pönnukökur Crêpes eiga rætur sínar að rekja til Frakklands þar sem má finna slíka staði í hverjum bæ. Crêpes eru ekki ósvipaðar íslenskum pönnukökum nema í stað rjóma, sultu og sykurs er sett ýmislegt annað hráefni; kjöt, grjón, grænmeti, ostur og fleira. Á matseðli er hægt að velja um 12 mismunandi tegundir af crêpes. „Hvort sem fólk kýs grænmeti eða kjöt, eða hvort tveggja ætti það að finna eitthvað við sitt hæfi. Að sjálfsögðu er svo hægt að bæta við því sem hver og einn vill. Einnig eru eftirréttacrêpes mjög vinsæl, með ávöxtum, ís og rjóma.“ Hádegisverðartilboð og súpa Á Adesso Crêpes & súpubar er boðið upp á tilboð í hádeginu á milli 11 og 14 alla virka daga fyrir 1.290 krónur. Í framtíðinni stendur til að vera daglega með tvær gerðir af súpum í boði. Crêpes-matseðilinn má nálgast á www.adesso.is. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Á dögunum opnuðu tveir nýir veitingastaðir hlið við hlið í Iðuhúsinu Lækjargötu 2. Þetta eru Soya-Sushi Makibar og Adesso Crêpes & súpubar. "Nýr valmöguleiki fyrir miðbæjargesti," segir Elís Árnason. Eigendur staðanna eru matreiðslumeistararnir Elís Árnason og Ívar Unnsteinsson og Þórhallur Arnórsson. Þeir hafa staðið vaktina í hamaganginum og eru ánægðir með útkomuna. Soya-Sushi Makibar býður upp á þá nýbreytni í sushi-framreiðslu að gestir geta valið sjálfir innihald maki-bitanna sem þeir kaupa. Á Adesso Crêpes & súpubar er boðið upp á súpur og crêpes, og er í raun nokkurs konar crêpes-útibú frá Café Adesso í Smáralind. "Leifur Welding á heiðurinn að hönnun beggja staðanna sem eru hinir glæsilegustu, en hann hefur komið að hönnun margra flottustu veitingastaða miðbæjarins. Staðirnir tveir eru samliggjandi svo hægt er að ganga á milli þeirra sem er einkar hentugt ef margir eru í hóp, þá geta sumir fengið sér sushi en aðrir crêpes. Svo situr fólk hvorum megin sem það vill," segir Elís ánægður.Veldu þitt eigið sushi Soya-Sushi Makibar er algjörlega ný hugmyndafræði í framreiðslu á sushi þar sem viðskiptavinurinn velur sjálfur það hráefni sem honum þóknast í maki-rúlluna. "Við bjóðum nær eingöngu upp á maki-rúllur, sem er vinsælasta tegund sushi í heiminum. Hægt er að velja úr yfir fimmtíu tegundum til að búa til draumasushi-rúlluna sína. Hvort sem viðskiptavinurinn vill lax, kóríander, kókoslauf, chili, lárperu eða annað þá velur hann það sjálfur," segir Ívar. Þannig er komið til móts við þarfir hvers og eins enda smekkur fólks mismunandi. "Sumir fá reyndar valkvíða, eða þekkja ekki hvaða tegundir passa vel saman. Fyrir þá erum við með tilbúnar rúllur og komum til með að bjóða upp á matseðil til að auðvelda þeim valið." Með því að bjóða nær eingöngu upp á maki-rúllur er verðið lægra en gengur og gerist. "Það er í raun keypt ein, eða hálf rúlla og aðeins greiddar 186 krónur fyrir hvern bita. Einnig erum við með sérstakar krakkarúllur. Hvort sem ætlunin er að fara á rómantískt stefnumót, halda fjölskylduboð eða halda veislu fyrir stærri hópa þá er Soya Makibar einstaklega hagkvæmur kostur." Hugmyndin að Soya Makibar er fengin frá Bandaríkjunum þar sem þessi gerð sushi-staða hefur verið að ryðja sér til rúms síðan 2008. Hún byggir á því að viðskiptavinurinn fær valdið í sínar hendur og býr til sitt eigið sushi. "Við tökum ekki við pöntunum heldur hugmyndum frá fólki og framkvæmum þær. Þannig verður hver sushi-rúlla einstök þar sem viðskiptavinurinn er algjörlega við stjórn." Nánari upplýsingar um staðinn og matseðil má sjá á Soyamakibar.is Crépes útibú opnar í miðbænumAdesso Crêpes & súpubarkynnir: Veitingastaðurinn Adesso Crêpes & súpubar er nokkurs konar crêpes-útibú frá veitingastaðnum Café Adesso í Smáralind. Elís Árnason hefur rekið Café Adesso í Smáralind í rúm níu ár þar sem boðið er upp á crêpes. „Fólk hefur komið langar leiðir til að fá sér crêpes í Smáralind, enda erum við með glæsilegan matseðil. Því fannst okkur tilvalið að gefa fólki færi á sömu réttum í miðbænum með því að opna stað með Crépes matseðli Cafe Adesso í Iðuhúsinu, Lækjargötu 2,“ segir Elís. Prýðilegar pönnukökur Crêpes eiga rætur sínar að rekja til Frakklands þar sem má finna slíka staði í hverjum bæ. Crêpes eru ekki ósvipaðar íslenskum pönnukökum nema í stað rjóma, sultu og sykurs er sett ýmislegt annað hráefni; kjöt, grjón, grænmeti, ostur og fleira. Á matseðli er hægt að velja um 12 mismunandi tegundir af crêpes. „Hvort sem fólk kýs grænmeti eða kjöt, eða hvort tveggja ætti það að finna eitthvað við sitt hæfi. Að sjálfsögðu er svo hægt að bæta við því sem hver og einn vill. Einnig eru eftirréttacrêpes mjög vinsæl, með ávöxtum, ís og rjóma.“ Hádegisverðartilboð og súpa Á Adesso Crêpes & súpubar er boðið upp á tilboð í hádeginu á milli 11 og 14 alla virka daga fyrir 1.290 krónur. Í framtíðinni stendur til að vera daglega með tvær gerðir af súpum í boði. Crêpes-matseðilinn má nálgast á www.adesso.is.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira