Barnabókaverðlaunin til Grænlands 11. september 2012 15:00 Ólína Þorvarðardóttir veitir Lars-Pele Berthelsen verðlaunin. Með þeim á myndinni er Josep Motzfeldt, formaður vestnorræna ráðsins. mynd/magnús helgason Grænlenski rithöfundurinn Lars-Pele Berthelsen hlaut barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2010, sem veitt voru í Norræna húsinu á föstudag við setningu hátíðarinnar Nýja slóðir. Verðlaunin hlaut Berthelsen fyrir bókina Kaassalimik oqaluttuaq, ljósa barnið. Þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingur vinnur til barnabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins en þau hafa verið veitt annað hvert ár síðan 2002. Tvær unglingabækur voru tilnefndar í ár, auk bókar Berthelsens: smásagnasafnið Skriva i sandin eftir Marjun Syderbø Kjelnæs frá Færeyjum og skáldsagan Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur. Berthelsen hlýtur að launum 60 þúsund danskar krónur eða um 1,2 milljónir íslenskra króna. Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður og varaformaður Vestnorræna ráðsins, afhenti Berthelsen sigurlaunin. Ljósa barnið er fyrsta unglingabókin sem Berthelsen skrifar. Bókin gerist á síðari hluta átjándu aldar og lýsir baráttu veiðimannasamfélagsins við grimma náttúru. Í umsögn dómnefndar segir að frásögnin sé spennandi og grípandi og gefi ungum lesendum góða innsýn í grænlenskan menningararf. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Grænlenski rithöfundurinn Lars-Pele Berthelsen hlaut barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2010, sem veitt voru í Norræna húsinu á föstudag við setningu hátíðarinnar Nýja slóðir. Verðlaunin hlaut Berthelsen fyrir bókina Kaassalimik oqaluttuaq, ljósa barnið. Þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingur vinnur til barnabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins en þau hafa verið veitt annað hvert ár síðan 2002. Tvær unglingabækur voru tilnefndar í ár, auk bókar Berthelsens: smásagnasafnið Skriva i sandin eftir Marjun Syderbø Kjelnæs frá Færeyjum og skáldsagan Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur. Berthelsen hlýtur að launum 60 þúsund danskar krónur eða um 1,2 milljónir íslenskra króna. Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður og varaformaður Vestnorræna ráðsins, afhenti Berthelsen sigurlaunin. Ljósa barnið er fyrsta unglingabókin sem Berthelsen skrifar. Bókin gerist á síðari hluta átjándu aldar og lýsir baráttu veiðimannasamfélagsins við grimma náttúru. Í umsögn dómnefndar segir að frásögnin sé spennandi og grípandi og gefi ungum lesendum góða innsýn í grænlenskan menningararf.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira