Konur löngu tilbúnar til að stíga fram í atvinnulífinu BBI skrifar 10. september 2012 14:12 Íslenskar konur eru tilbúnar til að stíga með auknum krafti inn í atvinnulífið og stjórnmálin. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi. „Jájá, fyrir löngu síðan," bætti hún við en sagði að konur hafi gjarna mætt glerþaki og mæti enn. Í Klinkinu, sem er viðtalsþáttur um efnahags- og þjóðfélagsmál, ræddi Þorgerður Katrín m.a. um fyrirhugaðar lagabreytingar sem fela í sér að á næsta ári eiga 40% stjórnarmanna að vera konur í öllum félögum, stærri fyrirtækjum, lífeyrissjóðum o.s.frv. Þorgerður segir að þessi lagabreyting sé nauðsynlegt skref. Hennar skoðun var áður sú að ekki bæri að fara valdboðsleiðina, þ.e. ekki ætti að neyða fyrirtæki til að hafa konur í stjórnum sínum. „Mér fannst ég sjá ákveðnar vísbendingar um að atvinnulífið vildi gera þetta sjálft," segir hún. „En síðan blasir veruleikinn við." Veruleikinn bendir til þess að fyrirtækin muni ekki sjá til þess sjálf að konum fjölgi í stjórnum. Þess vegna telur hún „því miður" nauðsynlegt að fara þá leið að setja lög um málefnið. Hún bendir á að konur geti ýtt undir fjölbreytileika og víðari sjónarhól í stjórnum fyrirtækja. Því telur hún að konur verði að láta sig stjórnmál og stjórnir fyrirtækja varða. Hún vonast til þess að fyrirtækin verði búin að breyta þessu flest áður en lagasetningin tekur gildi. Á hlekknum hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni. Á mínútu 11:30 hefjast umræðurnar um þessi málefni kvenna. Klinkið Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Íslenskar konur eru tilbúnar til að stíga með auknum krafti inn í atvinnulífið og stjórnmálin. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi. „Jájá, fyrir löngu síðan," bætti hún við en sagði að konur hafi gjarna mætt glerþaki og mæti enn. Í Klinkinu, sem er viðtalsþáttur um efnahags- og þjóðfélagsmál, ræddi Þorgerður Katrín m.a. um fyrirhugaðar lagabreytingar sem fela í sér að á næsta ári eiga 40% stjórnarmanna að vera konur í öllum félögum, stærri fyrirtækjum, lífeyrissjóðum o.s.frv. Þorgerður segir að þessi lagabreyting sé nauðsynlegt skref. Hennar skoðun var áður sú að ekki bæri að fara valdboðsleiðina, þ.e. ekki ætti að neyða fyrirtæki til að hafa konur í stjórnum sínum. „Mér fannst ég sjá ákveðnar vísbendingar um að atvinnulífið vildi gera þetta sjálft," segir hún. „En síðan blasir veruleikinn við." Veruleikinn bendir til þess að fyrirtækin muni ekki sjá til þess sjálf að konum fjölgi í stjórnum. Þess vegna telur hún „því miður" nauðsynlegt að fara þá leið að setja lög um málefnið. Hún bendir á að konur geti ýtt undir fjölbreytileika og víðari sjónarhól í stjórnum fyrirtækja. Því telur hún að konur verði að láta sig stjórnmál og stjórnir fyrirtækja varða. Hún vonast til þess að fyrirtækin verði búin að breyta þessu flest áður en lagasetningin tekur gildi. Á hlekknum hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni. Á mínútu 11:30 hefjast umræðurnar um þessi málefni kvenna.
Klinkið Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira