Íslenska lögreglan hóf rannsókn á risavöxnu fíkniefnamáli Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. september 2012 20:00 Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hóf rannsóknina sem endaði með því að umsvifamikill fíkniefnahringur var upprættur í Danmörku. Átta Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna málsins, grunaðir um smygl á um 35 kílóum af amfetamíni. Í fyrstu varðist lögregla allra frétta af málinu en á þriðjudag greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá gríðarlegu umfangi þess og því að meintur höfuðpaur væri Íslendingurinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, sem áður hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl. Í dag sendi lögreglan í Danmörku síðan frá sér tilkynningu þar sem greint er frá málavöxtum. Ellefu manns eru í varðhaldi og þar af eru átta Íslendingar. Guðmundur Ingi, sem um tíma hefur verið búsettur á Spáni, er þar á meðal. Aðkoma dönsku lögreglunnar að málinu hófst í maímánuði og í marga mánuði var fylgst með mönnunum. Þegar lögregla komst á snoðir um að nokkrir í hópnum hefðu farið til Hollands til þess að undirbúa smyglferð var ákveðið að láta til skarar skríða, og þann sextánda ágúst var 54 ára gamall frá Síle með franskan ríkisborgararétt handtekinn á dönsku landamærunum. Í bifreið hans fundust 12 kíló af mjög hreinu amfetamíni. Til að vernda rannsóknarhagsmuni var ekkert greint frá málinu, enda vissi lögreglan af annarri fyrirhugaðri smyglferð. Þann þrettánda september voru tveir Íslendingar um tvítugt stöðvaðir skömmu eftir komuna til Danmerkur frá Hollandi. Í bifreið þeirra fannst enn meira magn, eða 22 kíló af amfetamíni og 600 grömm af alsælu. Á sama tíma var Guðmundur Ingi handtekinn ásamt þremur öðrum íslendingum, 49, 34 og 28 ára að aldri. Enn hafði ekkert verið greint frá þessum handtökum enda átti lögreglan eftir að handtaka fjóra menn til viðbótar næstu daga. Þar á meðal 39 ára gamlan mann frá Síle, en sá er með íslenskan ríkisborgararétt, hinir eru Danir. Danski lögregluforinginn Steffen Thaaning Steffensen fer fyrir rannsókn málsins í Danmörku. Í samtali við fréttastofu segir hann samstarfið við Íslensku lögregluna hafa verið með miklum ágætum. Það var enda hér á landi sem málið hófst fyrir um fimmtán mánuðum síðan en lögreglan hafði umrædda menn grunaða um að skipuleggja innflutning og dreifingu á fíkniefnum í stórum stíl „Sem kemur í ljós að tengist nokkrum evrópulöndum, þar á meðal Íslandi og Danmörku," sagði Steffen. Málið hefur einnig tengt anga sína til Svíþjóðar og Noregs, en þar var áttundi Íslendingurinn handtekinn á dögunum. Karl Steinar segir að hvað varði fíkniefnin sem fundust í Danmörku sé óljóst hvar endastöð þeirra hafi verið ,eða hvort hluti þeirra hafi átt að koma hingað til lands. Það er hluti af því sem lögreglan rannsakar núna og verður að koma í ljós á seinni stigum hvar hvað átti að enda að sögn Karls. Eins og áður sagði hefur meintur höfuðpaur málsins lengi verið búsettur erlendis en hvað með hina Íslendingana? „Flestir hafa verið búsettir erlendis en ekki allir," svarar Karl Steinar. Að sögn Karls Steinars er rannsókn málsins í fullum gangi, frumkvæðið sé hjá Dönum en að Íslenska lögreglan veiti aðstoð eftir því sem þurfa þykir. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hóf rannsóknina sem endaði með því að umsvifamikill fíkniefnahringur var upprættur í Danmörku. Átta Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna málsins, grunaðir um smygl á um 35 kílóum af amfetamíni. Í fyrstu varðist lögregla allra frétta af málinu en á þriðjudag greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá gríðarlegu umfangi þess og því að meintur höfuðpaur væri Íslendingurinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, sem áður hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl. Í dag sendi lögreglan í Danmörku síðan frá sér tilkynningu þar sem greint er frá málavöxtum. Ellefu manns eru í varðhaldi og þar af eru átta Íslendingar. Guðmundur Ingi, sem um tíma hefur verið búsettur á Spáni, er þar á meðal. Aðkoma dönsku lögreglunnar að málinu hófst í maímánuði og í marga mánuði var fylgst með mönnunum. Þegar lögregla komst á snoðir um að nokkrir í hópnum hefðu farið til Hollands til þess að undirbúa smyglferð var ákveðið að láta til skarar skríða, og þann sextánda ágúst var 54 ára gamall frá Síle með franskan ríkisborgararétt handtekinn á dönsku landamærunum. Í bifreið hans fundust 12 kíló af mjög hreinu amfetamíni. Til að vernda rannsóknarhagsmuni var ekkert greint frá málinu, enda vissi lögreglan af annarri fyrirhugaðri smyglferð. Þann þrettánda september voru tveir Íslendingar um tvítugt stöðvaðir skömmu eftir komuna til Danmerkur frá Hollandi. Í bifreið þeirra fannst enn meira magn, eða 22 kíló af amfetamíni og 600 grömm af alsælu. Á sama tíma var Guðmundur Ingi handtekinn ásamt þremur öðrum íslendingum, 49, 34 og 28 ára að aldri. Enn hafði ekkert verið greint frá þessum handtökum enda átti lögreglan eftir að handtaka fjóra menn til viðbótar næstu daga. Þar á meðal 39 ára gamlan mann frá Síle, en sá er með íslenskan ríkisborgararétt, hinir eru Danir. Danski lögregluforinginn Steffen Thaaning Steffensen fer fyrir rannsókn málsins í Danmörku. Í samtali við fréttastofu segir hann samstarfið við Íslensku lögregluna hafa verið með miklum ágætum. Það var enda hér á landi sem málið hófst fyrir um fimmtán mánuðum síðan en lögreglan hafði umrædda menn grunaða um að skipuleggja innflutning og dreifingu á fíkniefnum í stórum stíl „Sem kemur í ljós að tengist nokkrum evrópulöndum, þar á meðal Íslandi og Danmörku," sagði Steffen. Málið hefur einnig tengt anga sína til Svíþjóðar og Noregs, en þar var áttundi Íslendingurinn handtekinn á dögunum. Karl Steinar segir að hvað varði fíkniefnin sem fundust í Danmörku sé óljóst hvar endastöð þeirra hafi verið ,eða hvort hluti þeirra hafi átt að koma hingað til lands. Það er hluti af því sem lögreglan rannsakar núna og verður að koma í ljós á seinni stigum hvar hvað átti að enda að sögn Karls. Eins og áður sagði hefur meintur höfuðpaur málsins lengi verið búsettur erlendis en hvað með hina Íslendingana? „Flestir hafa verið búsettir erlendis en ekki allir," svarar Karl Steinar. Að sögn Karls Steinars er rannsókn málsins í fullum gangi, frumkvæðið sé hjá Dönum en að Íslenska lögreglan veiti aðstoð eftir því sem þurfa þykir.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira