Setbergsá: 99% á maðkinn 26. september 2012 18:33 Tveir haustlaxar á leið í reyk. Mynd/Trausti Veiði lauk í Setbergsá á Skógarströnd um miðjan mánuðinn. Á vef SVFR segir að líkt og víða voru veiðitölur í lægri kantinum í þessari nettu laxveiðiá. Í Setbergsá er veitt á tvær dagsstangir og áin hvíld alla fimmtudaga í sumar. Veiðitímabil er frá 15. júlí til 15. september og eins og áður segir er veitt sex daga vikunnar. Kvóti er tveir laxar á dagsstöng og voru nokkur holli í sumar sem nýttu fullan kvóta sinn. Heildarveiði eftir sumarið eru 53 laxar sem skiptast þannig eftir mánuðum: Júlí 7 laxar; ágúst 26 laxar og í september 20 laxar. "Setbergsá er hreinræktuð smálaxaá, og er allur aflinn frá fjórum upp í sex pund. Að sama skapi má segja að leitun sé að hærra hlutfalli maðkaveiddra laxa á landsvísu, enda hentar áin mun betur fyrir þá sem brúka það agn. Af 53 löxum veiddust einvörðungu tveir á flugu - aðrir féllu fyrir möðkum veiðimanna," segir á vef SVFR svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði
Veiði lauk í Setbergsá á Skógarströnd um miðjan mánuðinn. Á vef SVFR segir að líkt og víða voru veiðitölur í lægri kantinum í þessari nettu laxveiðiá. Í Setbergsá er veitt á tvær dagsstangir og áin hvíld alla fimmtudaga í sumar. Veiðitímabil er frá 15. júlí til 15. september og eins og áður segir er veitt sex daga vikunnar. Kvóti er tveir laxar á dagsstöng og voru nokkur holli í sumar sem nýttu fullan kvóta sinn. Heildarveiði eftir sumarið eru 53 laxar sem skiptast þannig eftir mánuðum: Júlí 7 laxar; ágúst 26 laxar og í september 20 laxar. "Setbergsá er hreinræktuð smálaxaá, og er allur aflinn frá fjórum upp í sex pund. Að sama skapi má segja að leitun sé að hærra hlutfalli maðkaveiddra laxa á landsvísu, enda hentar áin mun betur fyrir þá sem brúka það agn. Af 53 löxum veiddust einvörðungu tveir á flugu - aðrir féllu fyrir möðkum veiðimanna," segir á vef SVFR svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði