Svanurinn var punkturinn yfir i-ið 26. september 2012 11:15 Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri ISS, en fyrirtækið hefur umhverfisvottun Svansins. mynd/gva Ræstingasvið ISS Íslands fékk norrænu umhverfisvottunina Svaninn árið 2009. ISS Ísland, sem er í eigu ISS/AS, varð fyrst fyrirtækja innan samsteypunnar til að fá slíka vottun en ISS/AS er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í yfir fimmtíu löndum. Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri ISS Íslands, segir að þrátt fyrir Svansvottunina árið 2009 eigi fyrirtækið sér langa sögu þegar kemur að umhverfismálum. "Við höfum starfað á þessum markaði hérlendis í þrjátíu ár og höfum alltaf verið mjög meðvituð um umhverfismál. Við vorum fyrsta fyrirtækið innan samsteypunnar til að hljóta Svaninn en ISS/AS er líka mjög meðvitað um umhverfisvernd." Hann nefnir sem dæmi að frá og með haustinu sé verið að keyra sérstakt átak hjá öllum fyrirtækjum samsteypunnar undir nafninu ISS Global Environmental Campaign 2012. "Þar verður lögð áhersla á þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi er hugað að orkunýtingu. Í öðru lagi að affalli og sorpi og hvernig hægt er að meðhöndla það rétt og flokka en fyrst og fremst þó að minnka það. Í þriðja lagi snýr átakið að betri nýtingu vatns og hvernig fyrirtækin geta farið sparlega með þessa takmörkuðu auðlind." Minna magn efnis Guðmundur segir mjög margt hafa breyst til betri vegar á síðustu þrjátíu árum í rekstri fyrirtækisins. "Í dag notum við til dæmis um 15% af þeim efnum sem áður voru notuð á hverja unna klukkustund. Ef við tökum bara það efnismagn sem við höfum sparað á síðustu 20-25 árum erum við að tala um jafn mikið magn og gæti fyllt hitaveitutankana á Grafarholti. Þessi efni hefðu að öðrum kosti farið út í umhverfið. Við höfum því náð miklum árangri og Svansvottunin var því nokkurs konar punktur yfir i-ið hjá okkur. Þrátt fyrir það hefur ýmislegt breyst í rekstri okkar með tilkomu Svansvottunarinnar, þá sérstaklega varðandi skráningar, eftirfylgni og eftirlit. Þannig má segja að með viðtöku Svansins hafi allt smollið betur saman í formlegra kerfi hjá okkur, sérstaklega það sem snýr að samanburði, og eftirfylgnin varð mun markvissari." Vatnsnotkun minnkað mikið Vegna umhverfisstefnu ISS og Svansvottunar er ISS Ísland farið að nota allt önnur efni við þrif og ræstingar en í árdaga fyrirtækisins. "Við gerum skýran greinarmun á hreingerningarefnum og ræstingarefnum. Ræstingarefni eru mildari, vinna með og vernda yfirborðsflötinn en hreingerningarefnin eru virkari efni, geta brotið niður flötinn og vinna hratt á stuttum tíma." Stærsta breytingin er þó að sögn Guðmundar að vatnsnotkun hefur minnkað. "Áður fyrr var verið að blautþvo allt. Núna erum við hætt að vera með vatn í vögnum heldur fær starfsfólk okkar moppur með réttu rakastigi sem duga á ákveðinn fermetrafjölda. Svo er náð í nýja moppu með réttu rakastigi og mildum hreinsilegi. Það þýðir að starfsmenn okkar eru hættir að burðast með vatn og ná í nýtt vatn o.s.frv. Fyrir utan að tæki og tól og áhöld eru miklu notendavænni en þau voru hér áður fyrr." Að sama skapi hafa viðskipti við birgja breyst. "Í dag höfum við færri og stærri birgja og þeir hafa auðvitað þurft að svara kröfum okkar. Það er ánægjulegt að segja frá því að þeir hafa staðið sig mjög vel í þessum málum. Stærsti birgirinn okkar í dag er Tandur sem hefur staðið sig mjög vel enda mikil fagþekking á þeim bænum." Tengdar fréttir Úrval af vistvænum vörum hjá Olís Vitund um vernd umhverfisins hefur aukist mikið undanfarin ár. Olís býður fjölbreytt úrval hreinlætisefna, poka og pappírs sem er vottað með merki Svansins. Fyrirtækið tekur inn nýjar vörur í línuna reglulega og býður einnig upp á námskeið í notkun þeirra fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. 26. september 2012 12:15 Fyrsta Svansvottaða veitingahúsið Veitingahúsið Nauthóll stendur á rómantískum stað, mitt í vinsælustu náttúruperlu Reykjavíkur. Á næstu dögum öðlast Nauthóll norræna Svansvottun og verður þar með fyrsta Svansvottaða veitingahús lýðveldisins. 26. september 2012 12:03 Traustur vinur umhverfis og húðar Dönsku hreinlætisvörurnar frá Neutral hafa slegið í gegn á meðal Íslendinga sem velja gæði fyrir sjálfa sig og heimilið og vilja umgangast náttúruna af virðingu. Allar vörur Neutral eru lausar við ilm-, litar- og skaðleg aukefni. Langstærstur hluti Neutral-línunnar er með vottun norræna Svansmerkisins. Því er auðvelt fyrir neytendur að leggja sitt af mörkum í umhverfisvernd. 26. september 2012 12:24 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Ræstingasvið ISS Íslands fékk norrænu umhverfisvottunina Svaninn árið 2009. ISS Ísland, sem er í eigu ISS/AS, varð fyrst fyrirtækja innan samsteypunnar til að fá slíka vottun en ISS/AS er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í yfir fimmtíu löndum. Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri ISS Íslands, segir að þrátt fyrir Svansvottunina árið 2009 eigi fyrirtækið sér langa sögu þegar kemur að umhverfismálum. "Við höfum starfað á þessum markaði hérlendis í þrjátíu ár og höfum alltaf verið mjög meðvituð um umhverfismál. Við vorum fyrsta fyrirtækið innan samsteypunnar til að hljóta Svaninn en ISS/AS er líka mjög meðvitað um umhverfisvernd." Hann nefnir sem dæmi að frá og með haustinu sé verið að keyra sérstakt átak hjá öllum fyrirtækjum samsteypunnar undir nafninu ISS Global Environmental Campaign 2012. "Þar verður lögð áhersla á þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi er hugað að orkunýtingu. Í öðru lagi að affalli og sorpi og hvernig hægt er að meðhöndla það rétt og flokka en fyrst og fremst þó að minnka það. Í þriðja lagi snýr átakið að betri nýtingu vatns og hvernig fyrirtækin geta farið sparlega með þessa takmörkuðu auðlind." Minna magn efnis Guðmundur segir mjög margt hafa breyst til betri vegar á síðustu þrjátíu árum í rekstri fyrirtækisins. "Í dag notum við til dæmis um 15% af þeim efnum sem áður voru notuð á hverja unna klukkustund. Ef við tökum bara það efnismagn sem við höfum sparað á síðustu 20-25 árum erum við að tala um jafn mikið magn og gæti fyllt hitaveitutankana á Grafarholti. Þessi efni hefðu að öðrum kosti farið út í umhverfið. Við höfum því náð miklum árangri og Svansvottunin var því nokkurs konar punktur yfir i-ið hjá okkur. Þrátt fyrir það hefur ýmislegt breyst í rekstri okkar með tilkomu Svansvottunarinnar, þá sérstaklega varðandi skráningar, eftirfylgni og eftirlit. Þannig má segja að með viðtöku Svansins hafi allt smollið betur saman í formlegra kerfi hjá okkur, sérstaklega það sem snýr að samanburði, og eftirfylgnin varð mun markvissari." Vatnsnotkun minnkað mikið Vegna umhverfisstefnu ISS og Svansvottunar er ISS Ísland farið að nota allt önnur efni við þrif og ræstingar en í árdaga fyrirtækisins. "Við gerum skýran greinarmun á hreingerningarefnum og ræstingarefnum. Ræstingarefni eru mildari, vinna með og vernda yfirborðsflötinn en hreingerningarefnin eru virkari efni, geta brotið niður flötinn og vinna hratt á stuttum tíma." Stærsta breytingin er þó að sögn Guðmundar að vatnsnotkun hefur minnkað. "Áður fyrr var verið að blautþvo allt. Núna erum við hætt að vera með vatn í vögnum heldur fær starfsfólk okkar moppur með réttu rakastigi sem duga á ákveðinn fermetrafjölda. Svo er náð í nýja moppu með réttu rakastigi og mildum hreinsilegi. Það þýðir að starfsmenn okkar eru hættir að burðast með vatn og ná í nýtt vatn o.s.frv. Fyrir utan að tæki og tól og áhöld eru miklu notendavænni en þau voru hér áður fyrr." Að sama skapi hafa viðskipti við birgja breyst. "Í dag höfum við færri og stærri birgja og þeir hafa auðvitað þurft að svara kröfum okkar. Það er ánægjulegt að segja frá því að þeir hafa staðið sig mjög vel í þessum málum. Stærsti birgirinn okkar í dag er Tandur sem hefur staðið sig mjög vel enda mikil fagþekking á þeim bænum."
Tengdar fréttir Úrval af vistvænum vörum hjá Olís Vitund um vernd umhverfisins hefur aukist mikið undanfarin ár. Olís býður fjölbreytt úrval hreinlætisefna, poka og pappírs sem er vottað með merki Svansins. Fyrirtækið tekur inn nýjar vörur í línuna reglulega og býður einnig upp á námskeið í notkun þeirra fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. 26. september 2012 12:15 Fyrsta Svansvottaða veitingahúsið Veitingahúsið Nauthóll stendur á rómantískum stað, mitt í vinsælustu náttúruperlu Reykjavíkur. Á næstu dögum öðlast Nauthóll norræna Svansvottun og verður þar með fyrsta Svansvottaða veitingahús lýðveldisins. 26. september 2012 12:03 Traustur vinur umhverfis og húðar Dönsku hreinlætisvörurnar frá Neutral hafa slegið í gegn á meðal Íslendinga sem velja gæði fyrir sjálfa sig og heimilið og vilja umgangast náttúruna af virðingu. Allar vörur Neutral eru lausar við ilm-, litar- og skaðleg aukefni. Langstærstur hluti Neutral-línunnar er með vottun norræna Svansmerkisins. Því er auðvelt fyrir neytendur að leggja sitt af mörkum í umhverfisvernd. 26. september 2012 12:24 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Úrval af vistvænum vörum hjá Olís Vitund um vernd umhverfisins hefur aukist mikið undanfarin ár. Olís býður fjölbreytt úrval hreinlætisefna, poka og pappírs sem er vottað með merki Svansins. Fyrirtækið tekur inn nýjar vörur í línuna reglulega og býður einnig upp á námskeið í notkun þeirra fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. 26. september 2012 12:15
Fyrsta Svansvottaða veitingahúsið Veitingahúsið Nauthóll stendur á rómantískum stað, mitt í vinsælustu náttúruperlu Reykjavíkur. Á næstu dögum öðlast Nauthóll norræna Svansvottun og verður þar með fyrsta Svansvottaða veitingahús lýðveldisins. 26. september 2012 12:03
Traustur vinur umhverfis og húðar Dönsku hreinlætisvörurnar frá Neutral hafa slegið í gegn á meðal Íslendinga sem velja gæði fyrir sjálfa sig og heimilið og vilja umgangast náttúruna af virðingu. Allar vörur Neutral eru lausar við ilm-, litar- og skaðleg aukefni. Langstærstur hluti Neutral-línunnar er með vottun norræna Svansmerkisins. Því er auðvelt fyrir neytendur að leggja sitt af mörkum í umhverfisvernd. 26. september 2012 12:24