Hamilton segist hafa verið í góðum málum Birgir Þór Harðarson skrifar 24. september 2012 06:00 Hamilton var vonsvikinn og reiður þegar hann gekk til baka í bílskúrinn eftir að hafa lagt bílnum á brautinni. mynd/ap Lewis Hamilton hjá McLaren segist aðeins hafa verið "á rúntinum" áður en gírkassinn í McLaren-bílnum bilaði í singapúrska kappakstrinum í gær. Gríkassavandræðin komu honum í opna skjöldu. "Það voru ofboðsleg vonbrigði sem fylgdu því að geta ekki klárað mótið," sagði Hamilton í Singapúr í gær. "Það var alveg öruggt að við höfðum nægan hraða til að vinna kappaksturinn um helgina." "Ég var í raun bara á rúntinum; aðeins að halda nægu bili milli mín og Seb [Vettel]. Ég fann svo fyrir erfiðleikum með að skpta um gíra, svo missti ég þriðja gír og svo fór gírkassinn að hrynja í hlutlaust." Eftir kappaksturinn er Hamilton í fjórða sæti og 52 stigum á eftir Fernando Alonso, sem enn leiðir heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hamilton var í öðru sæti í titilbaráttunni fyrir kappaksturinn og tapaði því mikilvægum stigum til keppnauta sinna. "Ég var að sjálfsögðu mjög vonsvikinn. En við getum glaðst yfir því að bílinn hefur góðan keppnishraða," sagði Hamilton, sannfærður um að hann eigi enn möguleika á titlinum. "Ég held að við getum sótt á í næstu mótum. Það verður erfitt að ná Fernando og Seb, sérstaklega ef þeir ná að ljúka hverri keppni. Ég mun aldrei gefast upp." "Það eru sex mót eftir og við þurfum að vinna þau öll," sagði Hamilton. Formúla Tengdar fréttir Vettel sigurvegari í Singapúr en Hamilton í vandræðum Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl vann Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr í dag. Kappaksturinn var gríðarleg vonbrigði fyrir Lewis Hamilton á McLaren-bíl en lenti í vandræðum með gírkassann og þurfti að draga sig í hlé. 23. september 2012 14:23 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren segist aðeins hafa verið "á rúntinum" áður en gírkassinn í McLaren-bílnum bilaði í singapúrska kappakstrinum í gær. Gríkassavandræðin komu honum í opna skjöldu. "Það voru ofboðsleg vonbrigði sem fylgdu því að geta ekki klárað mótið," sagði Hamilton í Singapúr í gær. "Það var alveg öruggt að við höfðum nægan hraða til að vinna kappaksturinn um helgina." "Ég var í raun bara á rúntinum; aðeins að halda nægu bili milli mín og Seb [Vettel]. Ég fann svo fyrir erfiðleikum með að skpta um gíra, svo missti ég þriðja gír og svo fór gírkassinn að hrynja í hlutlaust." Eftir kappaksturinn er Hamilton í fjórða sæti og 52 stigum á eftir Fernando Alonso, sem enn leiðir heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hamilton var í öðru sæti í titilbaráttunni fyrir kappaksturinn og tapaði því mikilvægum stigum til keppnauta sinna. "Ég var að sjálfsögðu mjög vonsvikinn. En við getum glaðst yfir því að bílinn hefur góðan keppnishraða," sagði Hamilton, sannfærður um að hann eigi enn möguleika á titlinum. "Ég held að við getum sótt á í næstu mótum. Það verður erfitt að ná Fernando og Seb, sérstaklega ef þeir ná að ljúka hverri keppni. Ég mun aldrei gefast upp." "Það eru sex mót eftir og við þurfum að vinna þau öll," sagði Hamilton.
Formúla Tengdar fréttir Vettel sigurvegari í Singapúr en Hamilton í vandræðum Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl vann Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr í dag. Kappaksturinn var gríðarleg vonbrigði fyrir Lewis Hamilton á McLaren-bíl en lenti í vandræðum með gírkassann og þurfti að draga sig í hlé. 23. september 2012 14:23 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Vettel sigurvegari í Singapúr en Hamilton í vandræðum Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl vann Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr í dag. Kappaksturinn var gríðarleg vonbrigði fyrir Lewis Hamilton á McLaren-bíl en lenti í vandræðum með gírkassann og þurfti að draga sig í hlé. 23. september 2012 14:23