Schumacher refsað fyrir árekstur Birgir Þór Harðarson skrifar 23. september 2012 20:23 Michael Schumacher, ökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1, verður gert að ræsa tíu sætum aftar á ráslínu í Japan vegna árekstursins sem hann olli í kappakstrinum í Singapúr í dag. Schumacher sagðist gruna að bilun í bremsunum hafi ollið því að hann hafi ekið aftan á Torro Rosso-bíl Jean-Eric Vergne. Fréttaskýrendur og aðrir sem greint hafa atvikið af sjónvarpskjánum bentu á að atvikið væri furðulegt og varla við Schumacher að sakast. "Ég byrjaði að bremsa áður en ég kom að bremsupunktinum," sagði Schumacher eftir mótið í dag. "Bíllinn vildi ekki hægja á sér. Það er ekki eins og ég hafi byrjað að bremsa of seint." Ef myndbandsupptökur eru skoðaðar af atvikinu sést að vinstra framhjól Mercedes-bílsins læsist á undan hægra framhjólinu. Það er gegn allri eðlisfræði sem liggur að baki því að hljólin læsist þegar bremsað er. Í þessu tilviki er verið að bremsa fyrir hægri beygju og því ætti hægra framhjólið að læsast fyrr, ef eitthvað á að læsast yfir höfuð. Bæði framhjólin eru svo læst í örskamma stund áður en áreksturinn verður og Schumacher aðeins farþegi og getur ekkert gert. Úrskurður dómaranna í Singapúr gildir og því mun Schumacher færast aftur um tíu sæti á ráslínu í Japan óháð því hversu fljótur hann er í tímatökunni. Myndband af atvikinu má sjá hér að ofan. Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Michael Schumacher, ökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1, verður gert að ræsa tíu sætum aftar á ráslínu í Japan vegna árekstursins sem hann olli í kappakstrinum í Singapúr í dag. Schumacher sagðist gruna að bilun í bremsunum hafi ollið því að hann hafi ekið aftan á Torro Rosso-bíl Jean-Eric Vergne. Fréttaskýrendur og aðrir sem greint hafa atvikið af sjónvarpskjánum bentu á að atvikið væri furðulegt og varla við Schumacher að sakast. "Ég byrjaði að bremsa áður en ég kom að bremsupunktinum," sagði Schumacher eftir mótið í dag. "Bíllinn vildi ekki hægja á sér. Það er ekki eins og ég hafi byrjað að bremsa of seint." Ef myndbandsupptökur eru skoðaðar af atvikinu sést að vinstra framhjól Mercedes-bílsins læsist á undan hægra framhjólinu. Það er gegn allri eðlisfræði sem liggur að baki því að hljólin læsist þegar bremsað er. Í þessu tilviki er verið að bremsa fyrir hægri beygju og því ætti hægra framhjólið að læsast fyrr, ef eitthvað á að læsast yfir höfuð. Bæði framhjólin eru svo læst í örskamma stund áður en áreksturinn verður og Schumacher aðeins farþegi og getur ekkert gert. Úrskurður dómaranna í Singapúr gildir og því mun Schumacher færast aftur um tíu sæti á ráslínu í Japan óháð því hversu fljótur hann er í tímatökunni. Myndband af atvikinu má sjá hér að ofan.
Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira