Perez rólegur þrátt fyrir mikið lof Birgir Þór Harðarson skrifar 20. september 2012 18:00 Perez hefur staðið sig frábærlega í mótum ársins. nordicphotos/afp Sergio Perez, ökumaður Sauber-liðsins í Formúlu 1, er rólegur yfir framtíðinni og einbeitir sér að singapúrska kappakstrinum um helgina. Perez hefur veirð orðaður við Ferrari og McLaren síðan hann ók síðast. Árangur Perez í ítalska kappakstrinum fyrir tveimur vikum þar sem hann náði öðru sæti hefur ýft umræður um framtíð mexíkóska drengsins enn á ný en hann varð einnig annar í Malasíu í vor. Talið er að hann eigi möguleika á keppnissæti hjá Ferrari eða McLaren opnist slíkt sæti í vetur en Felipe Massa er að öllum líkindum á förum frá Ferrari og Lewis Hamilton á í samningaviðræðum við McLaren. Hamilton hefur einnig verið orðaður við sæti Schumachers hjá Mercedes. Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóri Ferrari, hefur raunar sagt að Perez búi ekki yfir nægri reynslu til að geta ekið fyrir Ferrari. McLaren yrði þá hans besti kostur ef Hamilton færi. Perez er samt ekkert að æsa sig. "Þegar maður á slæm mót fara engar sögur af stað," segir hann. "Áður var það Ferrari, nú er það McLaren. Alltaf þegar ég á gott mót er ég settur í nýtt lið. Mikilvægast fyrir mig er að hámarka möguleika mína í næstu mótum í Sauber-bílnum." Formúla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Sergio Perez, ökumaður Sauber-liðsins í Formúlu 1, er rólegur yfir framtíðinni og einbeitir sér að singapúrska kappakstrinum um helgina. Perez hefur veirð orðaður við Ferrari og McLaren síðan hann ók síðast. Árangur Perez í ítalska kappakstrinum fyrir tveimur vikum þar sem hann náði öðru sæti hefur ýft umræður um framtíð mexíkóska drengsins enn á ný en hann varð einnig annar í Malasíu í vor. Talið er að hann eigi möguleika á keppnissæti hjá Ferrari eða McLaren opnist slíkt sæti í vetur en Felipe Massa er að öllum líkindum á förum frá Ferrari og Lewis Hamilton á í samningaviðræðum við McLaren. Hamilton hefur einnig verið orðaður við sæti Schumachers hjá Mercedes. Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóri Ferrari, hefur raunar sagt að Perez búi ekki yfir nægri reynslu til að geta ekið fyrir Ferrari. McLaren yrði þá hans besti kostur ef Hamilton færi. Perez er samt ekkert að æsa sig. "Þegar maður á slæm mót fara engar sögur af stað," segir hann. "Áður var það Ferrari, nú er það McLaren. Alltaf þegar ég á gott mót er ég settur í nýtt lið. Mikilvægast fyrir mig er að hámarka möguleika mína í næstu mótum í Sauber-bílnum."
Formúla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira