Hamilton talinn líklegastur í Singapúr Birgir Þór Harðarson skrifar 20. september 2012 15:30 Hamilton er vinsæll meðal liðsmanna McLaren. Hann er einnig talinn sigurstranglegastur. nordicphotos/afp McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton er talinn líklegastur til að sækja sigur í singapúrska kappakstrinum um helgina. Hamilton hefur verið gríðarlega sterkur um borð í McLaren-bílnum í undanförnum mótum og á mesta möguleika á að skáka Alonso. Breski veðbankinn William Hill gefur Hamilton stuðulinn 3,25. Á eftir honum er Fernando Alonso á Ferrari með 5,00. Castrol Edge-reikniformúlan gefur Hamilton 35% líkur á að vinna kappaksturinn. Sebastian Vettel er honum næstur með 20% líkur og Alonso með 18%. Hamilton er nú annar í heimsmeistarabaráttunni með 142 stig, 37 stigum á eftir Alonso. Kimi Raikkönen á Lotus er þriðji með 141 stig og Sebastian Vettel fjórði með 140 stig. Keppnin er því enn gríðarlega jöfn þegar aðeins sjö mót eru eftir á dagatalinu. Singapúrski kappaksturinn er keppnautum Alonso mjög mikilvægur. Sigur þar mun skipta miklu máli þegar tímabilið fer að renna út. Í augnablikinu virðist sem Lewis Hamilton sé líklegastur til að skáka Alonso. Hann vann ítalska kappaksturinn fyrir tveimur vikum og þann ungverska í lok júlí. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Jenson Button, sigraði belgíska kappaksturinn. Keppt er að kvöldi til í Singapúr en brautin þar er mjög hröð og erfið. Keppt er á götum borgarinnar sem gerir leikinn en áhugaverðari svo ekki sé talað um birtuskilyrðin sem eru vægast sagt léleg. McLaren-bílarnir eru mjög sterkir og brautin ætti að henta þeim vel. Button gæti þó átt í erfiðum með að finna jafnvægi í bílnum og er þá líklegri til að fara verr með dekkin en liðsfélaginn. Aðstæður í Singapúr eru allt öðru vísi en í Belgíu svo það kæmi ekki á óvart ef vandræði Buttons koma upp aftur. Red Bull-liðið hefur ekki verið sannfærandi í undanförnum mótum. Bíllinn hjá Vettel bilaði á Ítalíu og Webber varð að hætta keppni. Samt sem áður má ekki afskrifa þá því eins og áður segir er Vettel aðeins tveimur stigum á eftir Hamilton. Formúla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton er talinn líklegastur til að sækja sigur í singapúrska kappakstrinum um helgina. Hamilton hefur verið gríðarlega sterkur um borð í McLaren-bílnum í undanförnum mótum og á mesta möguleika á að skáka Alonso. Breski veðbankinn William Hill gefur Hamilton stuðulinn 3,25. Á eftir honum er Fernando Alonso á Ferrari með 5,00. Castrol Edge-reikniformúlan gefur Hamilton 35% líkur á að vinna kappaksturinn. Sebastian Vettel er honum næstur með 20% líkur og Alonso með 18%. Hamilton er nú annar í heimsmeistarabaráttunni með 142 stig, 37 stigum á eftir Alonso. Kimi Raikkönen á Lotus er þriðji með 141 stig og Sebastian Vettel fjórði með 140 stig. Keppnin er því enn gríðarlega jöfn þegar aðeins sjö mót eru eftir á dagatalinu. Singapúrski kappaksturinn er keppnautum Alonso mjög mikilvægur. Sigur þar mun skipta miklu máli þegar tímabilið fer að renna út. Í augnablikinu virðist sem Lewis Hamilton sé líklegastur til að skáka Alonso. Hann vann ítalska kappaksturinn fyrir tveimur vikum og þann ungverska í lok júlí. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Jenson Button, sigraði belgíska kappaksturinn. Keppt er að kvöldi til í Singapúr en brautin þar er mjög hröð og erfið. Keppt er á götum borgarinnar sem gerir leikinn en áhugaverðari svo ekki sé talað um birtuskilyrðin sem eru vægast sagt léleg. McLaren-bílarnir eru mjög sterkir og brautin ætti að henta þeim vel. Button gæti þó átt í erfiðum með að finna jafnvægi í bílnum og er þá líklegri til að fara verr með dekkin en liðsfélaginn. Aðstæður í Singapúr eru allt öðru vísi en í Belgíu svo það kæmi ekki á óvart ef vandræði Buttons koma upp aftur. Red Bull-liðið hefur ekki verið sannfærandi í undanförnum mótum. Bíllinn hjá Vettel bilaði á Ítalíu og Webber varð að hætta keppni. Samt sem áður má ekki afskrifa þá því eins og áður segir er Vettel aðeins tveimur stigum á eftir Hamilton.
Formúla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira