Gunnar Nelson: Ljónsbaninn reyndist vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2012 06:30 Gunnar Nelson lætur hér höggin dynja á LaMarques Johnson sem reynir að verja höfuð sitt. Gunnar kláraði bardagann síðan á hengingarbragði. Nordic Photos / Getty Images Gunnar Nelson á glæsilegan feril í vændum í UFC-bardagasamtökunum ef marka má frammistöðu hans í Nottingham á Englandi um helgina. Þar atti hann kappi við DaMarques Johnson frá Bandaríkjunum í sínum fyrsta UFC-bardaga og vann Gunnar yfirburðasigur. Það tók hann ekki nema þrjár mínútur og 34 sekúndur að ganga frá Johnson strax í fyrstu lotu. Gunnar hefur reyndar ekki þurft að fara í meira en eina lotu í MMA-bardaga síðan 2008 en hann státar nú af tíu sigrum og einu jafntefli í ellefu viðureignum á ferlinum. „Þetta gekk bara eins og í sögu," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær en hann var þá að taka því rólega á hótelherbergi sínu. „Mér líður bara vel og er sáttur við bardagann," bætti hann við af sinni alkunnu yfirveguðu rósemi.Náði snemma yfirburðastöðu Gunnar segir að hann hafi ekki farið í bardagann með ákveðna leikáætlun í huga, frekar en áður. „Ég spila þetta frekar eftir eyranu og reyni að fá tilfinningu fyrir því hvernig hann hreyfir sig," segir Gunnar. „Hann var nokkuð öflugur og hreyfði sig vel. En ég náði yfirburðastöðu snemma og kláraði bardagann." Eftir nokkrar sekúndur náði Gunnar að senda háspark í andlit Johnsons en slíka takta hefur Gunnar ekki sýnt oft áður í keppni, enda fyrst og fremst öflugur glímukappi. „Hann bjóst kannski ekki við þessu en ég hef gert þokkalega mikið af þessu á æfingum og þekki þetta vel úr karate. Ég hef gert mikið af því að sparka í gegnum tíðina og það var gaman að geta laumað inn svona skemmtilegum hlutum."Komst undir hökuna Gunnar var svo búinn að skella Johnson í gólfið áður en fyrsta mínútan var liðin. „Þá grunaði mig að ég myndi ná að draga úr honum orkuna, hægt og rólega. Svo lyftist hakan á honum og ég komst undir hana," segir hann en Johnson gafst upp eftir að Gunnar náði hengingartaki, svokölluðu „rear naked choke". „Þetta bragð er þekkt í jiu jitsu sem Mata Leão á portúgölsku – ljónsbaninn," bætir Gunnar við. Gunnar segir að umgjörðin í kringum UFC-bardaga sé mun meiri en hann hefur kynnst hingað til. „Þetta er stærsta sýning í heimi í þessum heimi. Það er miklu meira af viðtölum og á bardaganum sjálfum er æsingurinn og lætin í kringum mann miklu meiri enda fullt af fólki í höllinni," segir hann. „Þá eru menn settir í þvagprufur bæði fyrir og eftir bardagann ogséð til þess að menn komist ekki upp með neitt misjafnt. Ég er reyndar mjög hlynntur því," segir hann.Á engan sérstakan óskamótherja Gunnar veit ekki hvað tekur við eða hvenær næsti bardagi verður. „Það gæti verið í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Ég á mér svo sem engan sérstakan óskamótherja fyrir næsta bardaga – bara einhvern skemmtilegan," sagði hann í léttum dúr. Það kæmi þó Gunnari ekki á óvart ef hann myndi berjast í Bandaríkjunum næst og að hann fengi svokallaðan „main card"-bardaga. „Ég gæti vel trúað því og væri það mjög skemmtilegt. En ég læt þetta bara ráðast," sagði hinn rólegi Gunnar Nelson að lokum. Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Sjá meira
Gunnar Nelson á glæsilegan feril í vændum í UFC-bardagasamtökunum ef marka má frammistöðu hans í Nottingham á Englandi um helgina. Þar atti hann kappi við DaMarques Johnson frá Bandaríkjunum í sínum fyrsta UFC-bardaga og vann Gunnar yfirburðasigur. Það tók hann ekki nema þrjár mínútur og 34 sekúndur að ganga frá Johnson strax í fyrstu lotu. Gunnar hefur reyndar ekki þurft að fara í meira en eina lotu í MMA-bardaga síðan 2008 en hann státar nú af tíu sigrum og einu jafntefli í ellefu viðureignum á ferlinum. „Þetta gekk bara eins og í sögu," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær en hann var þá að taka því rólega á hótelherbergi sínu. „Mér líður bara vel og er sáttur við bardagann," bætti hann við af sinni alkunnu yfirveguðu rósemi.Náði snemma yfirburðastöðu Gunnar segir að hann hafi ekki farið í bardagann með ákveðna leikáætlun í huga, frekar en áður. „Ég spila þetta frekar eftir eyranu og reyni að fá tilfinningu fyrir því hvernig hann hreyfir sig," segir Gunnar. „Hann var nokkuð öflugur og hreyfði sig vel. En ég náði yfirburðastöðu snemma og kláraði bardagann." Eftir nokkrar sekúndur náði Gunnar að senda háspark í andlit Johnsons en slíka takta hefur Gunnar ekki sýnt oft áður í keppni, enda fyrst og fremst öflugur glímukappi. „Hann bjóst kannski ekki við þessu en ég hef gert þokkalega mikið af þessu á æfingum og þekki þetta vel úr karate. Ég hef gert mikið af því að sparka í gegnum tíðina og það var gaman að geta laumað inn svona skemmtilegum hlutum."Komst undir hökuna Gunnar var svo búinn að skella Johnson í gólfið áður en fyrsta mínútan var liðin. „Þá grunaði mig að ég myndi ná að draga úr honum orkuna, hægt og rólega. Svo lyftist hakan á honum og ég komst undir hana," segir hann en Johnson gafst upp eftir að Gunnar náði hengingartaki, svokölluðu „rear naked choke". „Þetta bragð er þekkt í jiu jitsu sem Mata Leão á portúgölsku – ljónsbaninn," bætir Gunnar við. Gunnar segir að umgjörðin í kringum UFC-bardaga sé mun meiri en hann hefur kynnst hingað til. „Þetta er stærsta sýning í heimi í þessum heimi. Það er miklu meira af viðtölum og á bardaganum sjálfum er æsingurinn og lætin í kringum mann miklu meiri enda fullt af fólki í höllinni," segir hann. „Þá eru menn settir í þvagprufur bæði fyrir og eftir bardagann ogséð til þess að menn komist ekki upp með neitt misjafnt. Ég er reyndar mjög hlynntur því," segir hann.Á engan sérstakan óskamótherja Gunnar veit ekki hvað tekur við eða hvenær næsti bardagi verður. „Það gæti verið í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Ég á mér svo sem engan sérstakan óskamótherja fyrir næsta bardaga – bara einhvern skemmtilegan," sagði hann í léttum dúr. Það kæmi þó Gunnari ekki á óvart ef hann myndi berjast í Bandaríkjunum næst og að hann fengi svokallaðan „main card"-bardaga. „Ég gæti vel trúað því og væri það mjög skemmtilegt. En ég læt þetta bara ráðast," sagði hinn rólegi Gunnar Nelson að lokum.
Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Sjá meira