Markaðsstjóri Google: Sóknarfæri í auglýsingum á stafrænu formi Magnús Halldórsson skrifar 8. október 2012 17:12 Gustav segir Markaðssetning hér á landi ætti að vera í miklu meira mæli á stafrænu formi heldur nú er, segir Gustav Radell, markaðsstjóri Google í Svíþjóð. Um átta prósent af auglýsingafé íslenskra fyrirtækja er eytt í auglýsingar á stafrænu formi. Gustav er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál og viðskipti, sem sýndur er hér á Vísi. Gustav flutti erindi á opnum fundi um Krossmiðlun í Hörpu síðastliðinn föstudag, þar sem hann fjallaði um þróun mála á auglýsingamarkaðnum og hvers vegna auglýsingar myndu í meira mæli færast yfir á vefinn, snjallsíma og spjaldtölvur, úr öðrum miðlum, s.s. dagblöðum og sjónvarpi. Hann segir íslensk fyrirtæki hafa mikil tækifæri á þessu sviði. „Netnotkun og aðgengi að netinu á Íslandi er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Samt sem áður fer aðeins átta prósent af markaðsfé íslenskra fyrirtækja í stafrænar auglýsingar á vefnum. Ég hefði haldið að þetta ætti að vera mun hærra," segir Gustav. Aðspurður um hvað hann myndi gera, ef hann væri markaðsstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki, sagði hann mikil tækifæri liggja í auglýsingum sem miðaðar væru fyrir snjallsímanotendur. „Á þessu ári hefur verið gríðarlegur vöxtur í netnotkun í snjallsímum, og sem dæmi þá eru fleiri sem fara á netið í símum heldur en venjulegum tölvum í Japan. Þetta er þróun sem mun halda áfram, og ég myndi telja að auglýsingar sem miðaðar eru fyrir þennan vettvang, henti mörgum litlum og meðalstórum auglýsendum," segir Gustav. Sjá má Klinkið, þar sem Gustav er viðtali, hér. Athugið að íslenskan texta vantar, en hann mun koma á næstu dögum. Klinkið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Markaðssetning hér á landi ætti að vera í miklu meira mæli á stafrænu formi heldur nú er, segir Gustav Radell, markaðsstjóri Google í Svíþjóð. Um átta prósent af auglýsingafé íslenskra fyrirtækja er eytt í auglýsingar á stafrænu formi. Gustav er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál og viðskipti, sem sýndur er hér á Vísi. Gustav flutti erindi á opnum fundi um Krossmiðlun í Hörpu síðastliðinn föstudag, þar sem hann fjallaði um þróun mála á auglýsingamarkaðnum og hvers vegna auglýsingar myndu í meira mæli færast yfir á vefinn, snjallsíma og spjaldtölvur, úr öðrum miðlum, s.s. dagblöðum og sjónvarpi. Hann segir íslensk fyrirtæki hafa mikil tækifæri á þessu sviði. „Netnotkun og aðgengi að netinu á Íslandi er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Samt sem áður fer aðeins átta prósent af markaðsfé íslenskra fyrirtækja í stafrænar auglýsingar á vefnum. Ég hefði haldið að þetta ætti að vera mun hærra," segir Gustav. Aðspurður um hvað hann myndi gera, ef hann væri markaðsstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki, sagði hann mikil tækifæri liggja í auglýsingum sem miðaðar væru fyrir snjallsímanotendur. „Á þessu ári hefur verið gríðarlegur vöxtur í netnotkun í snjallsímum, og sem dæmi þá eru fleiri sem fara á netið í símum heldur en venjulegum tölvum í Japan. Þetta er þróun sem mun halda áfram, og ég myndi telja að auglýsingar sem miðaðar eru fyrir þennan vettvang, henti mörgum litlum og meðalstórum auglýsendum," segir Gustav. Sjá má Klinkið, þar sem Gustav er viðtali, hér. Athugið að íslenskan texta vantar, en hann mun koma á næstu dögum.
Klinkið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira