Menning

Trúðleikur heldur áfram

Verkið var fyrst sýnt í Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi í sumar við góðar undirtektir, jafnt áhorfenda sem gagnrýnenda. Í haust var verkið sett upp í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði, en vegna góðrar aðsóknar hefur verið ákveðið að halda sýningum áfram um ótilgreindan tíma.

Verkið fjallar um trúðana Skúla og Spæla, sem hafa starfað saman lengi. Skúli er ævinlega kátur og bjartsýnn en Spæli er krumpaður og tortrygginn. Fljótlega kemur babb í bátinn þegar Spæli kveður upp úr með að þeir félagar hafi enn einu sinni lent á vitlausum áhorfendum sem hlæi á kolröngum stöðum.

Leikarar eru Benedikt Karl Gröndal og Kári Viðarsson en Halldór Gylfason leikstýrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×