Sölvi og Tiny frumsýna fyrsta myndband Halleluwah 2. október 2012 14:01 Tvíeykið Halleluwah, þeir Sölvi Blöndal og Tiny, frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið K2R. Sölvi og Tiny, sem heitir réttu nafni Egill Ólafur Thorarensen, eru því komnir á fullt undir merkjum Halleluwah en nú eru einmitt um níu ár síðan þeir hófu fyrst samstarf undir merkjum Quarashi. Myndbandið er virkilega vel heppnað og smellpassar við hið grípandi K2R. Því er enda leikstýrt af þaulvönum tónlistarmyndbandaleikstjóra, hinum sænska Måns Nyman, sem hefur gert myndbönd fyrir nokkra af þekktari listamönnum Svía. Hægt er að skoða Vimeo-síðu hans hér. „Myndbandið var að öllu leyti tekið í Stokkhólmi, þar sem borgarmyndin spilar stórt hlutverk. Báðir meðlimir Halleluwah hafa um langt skeið verið búsettir í Svíþjóð. Svo langt gekk þetta að annar meðlima Halleluwah fékk viðurnefnið "Íslandshesturinn". Hann hefur gengið undir því nafni síðan. Leikstjóranum kynntust strákarnir við tökur á myndinni "Pyramiden" um lögreglumanninn knáa Wallander, þar sem annar af tvíeykinu hafði fengið aukahlutverk sem lík," segir í tilkynningu frá sveitinni. Það rímar ágætlega við nýja myndbandið eins og þeir sem horfa komast að undir lokin. Lagið K2R var gefið út í netútgáfu fyrir örfáum vikum. Um miðjan október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu (einnig með áföstum cd) sem mun innihalda lögin "K2R" á A-hlið, og "Whiplashes" á B-hlið.Hér er hægt að sjá myndbandið á YouTube. Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tvíeykið Halleluwah, þeir Sölvi Blöndal og Tiny, frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið K2R. Sölvi og Tiny, sem heitir réttu nafni Egill Ólafur Thorarensen, eru því komnir á fullt undir merkjum Halleluwah en nú eru einmitt um níu ár síðan þeir hófu fyrst samstarf undir merkjum Quarashi. Myndbandið er virkilega vel heppnað og smellpassar við hið grípandi K2R. Því er enda leikstýrt af þaulvönum tónlistarmyndbandaleikstjóra, hinum sænska Måns Nyman, sem hefur gert myndbönd fyrir nokkra af þekktari listamönnum Svía. Hægt er að skoða Vimeo-síðu hans hér. „Myndbandið var að öllu leyti tekið í Stokkhólmi, þar sem borgarmyndin spilar stórt hlutverk. Báðir meðlimir Halleluwah hafa um langt skeið verið búsettir í Svíþjóð. Svo langt gekk þetta að annar meðlima Halleluwah fékk viðurnefnið "Íslandshesturinn". Hann hefur gengið undir því nafni síðan. Leikstjóranum kynntust strákarnir við tökur á myndinni "Pyramiden" um lögreglumanninn knáa Wallander, þar sem annar af tvíeykinu hafði fengið aukahlutverk sem lík," segir í tilkynningu frá sveitinni. Það rímar ágætlega við nýja myndbandið eins og þeir sem horfa komast að undir lokin. Lagið K2R var gefið út í netútgáfu fyrir örfáum vikum. Um miðjan október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu (einnig með áföstum cd) sem mun innihalda lögin "K2R" á A-hlið, og "Whiplashes" á B-hlið.Hér er hægt að sjá myndbandið á YouTube.
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira