Lífið

Hjólafólk fagnar með stæl

myndir/sigurjón ragnar
Um helgina opnaði hjólreiðaverslunin Kría hjól í nýju og glæsilegu húsnæði að Grandagarði 7. Kría er löngu landsþekkt fyrir sérsmíðuðu hjólin sem setja litríkan svip á stræti og torg og bera eigendum sínum persónulegt og fagurt vitni.

Skoða myndirnar hér.

Kría er líka umboðsaðili Specialized sem er einn framsæknasti framleiðandi heims þegar kemur að keppnishjólum. Auk verkstæðis og hjólasmíðastofu býður Kría upp á flest það sem tengist hjólum og hjólreiðum: skó, hjálma og allt þar á milli.

Þeir David og Emil í Kríu eru þekktir fyrir ástríðu sína fyrir reiðhjólum. Þeir stofnuðu hjólreiðafélagið Tind með það að markmiði að fjölga iðkendum og bæta keppnishjólreiðar af öllum gerðum hérlendis.

Nýja verslunin endurspeglar þessa ástríðu þeirra félaga og sívaxandi hjólamenningu á Íslandi enda mætti fjöldi fólks úr öllum hornum samfélagsins til að samfagna þeim á fyrsta opnunardeginum á nýja staðnum.

Kría hjól á Facebook.

Lífið gefur 15. 000.- króna gjafabréf. Fylgstu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×