Menning

Ragnar Jónasson fagnaði útkomu nýrrar bókar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragnar Jónasson og Kira dóttir hans árita eintak af bókinni.
Ragnar Jónasson og Kira dóttir hans árita eintak af bókinni.
Ragnar Jónasson rithöfundur fagnaði útkomu fjórðu bókar sinnar í verslun Eymundsson í Austurstræti í dag. Bókin, sem heitir Rof, er fjórða bók Ragnars. Fyrsta bókin hans, Fölsk nóta, kom út árið 2009.

Rof segir frá tveimur ungum hjónum sem flytja árið 1955 í afskekktan eyðifjörð. Dvölin fær snöggan endi þegar önnur kvenanna deyr með dularfullum hætti. Hálfri öld síðar finnst gömul ljósmynd sem bendir til þess að hjónin hafi ekki verið ein í firðinum. Ari Þór lögreglumaður á Siglufirði reynir að fá botn í þetta sérkennilega mál með liðsinni fréttakonunnar Ísrúnar. Og í Reykjavík vindur óvænt sakamál upp á sig þegar ung fjölskylda er ofsótt af ókunnum manni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.