Menning

Fyndið, fullorðins og frábært

Sirkús Íslands heldur enn eina fullorðinssirkússýninguna í Iðnó laugardagskvöldið 20. október.
Sirkús Íslands heldur enn eina fullorðinssirkússýninguna í Iðnó laugardagskvöldið 20. október.
Sirkús Íslands heldur enn eina fullorðinssirkússýninguna í Iðnó laugardagskvöldið 20. október.

Sirkús Íslands hefur lengi sett upp vinsælar fjölskyldusýningar en vorið 2011 ákvað sirkúsinn að prófa að gera sýningu sem væri eingöngu fyrir fullorðna. Það gekk svo vel að nú eru haldin regluleg fulorðinssirkúskvöld sem kallast Skinnsemi - því þar er oft sýnt svo mikið skinn.

Sýningin er kabarettsýning með sirkúsívafi - þar sem lagt er upp úr fullorðinshúmor. Innblástur er sóttur í burlesque- og vaudeville-sýningar þriðja og fjórða áratugarins, en formið var endurvakið á tíunda áratugnum í Bandaríkjunum. Sirkúsinn byrjaði í bakherbergi gamla Bakkuss - en þegar staðurinn flutti sig um set hélt Skinnsemi upp á eins árs afmæli í Þjóðleikhúskjallaranum. Færri komust að en vildu og því verðum við í Iðnó í þetta sinn. Þessi skinnsemi er sú sjötta í röðinni en sýningarnar eru aldrei eins, alltaf er boðið upp á ný atriði og hver sýning aðeins sýnd einu sinni.

Loftfimleikar, eldur, spandex, pleður, leysersjó, ópera, flóttalista/flóttalostamenn, tvídans á súlu, blóð, söngur... og allt fullorðins.



Sýningin fer fram í Iðnó - Aðeins ein sýning.

Aðgangseyrir er 2000 krónur og húsið opnar kl. 22:00

Loftfimleikar, eldur, spandex, pleður, leysersjó, ópera, flóttalista/flóttalostamenn, tvídans á súlu, blóð, söngur... og allt fullorðins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×