Ný og glæsileg aðstaða í Reykjavík Spa 15. október 2012 11:13 Hér er Aðalheiður, nudd- og snyrtimeistari, ásamt starfsfólki Reykjavík Spa: Ingibjörg Ósk Helgadóttir snyrtimeistari(fremst til vinstri), Steinunn Lovísa Óladóttir snyrtimeistari og Herdís Harpa Jónsdóttir, snyrti-, nagla- og förðunarfræðingur. Reykjavík Spa er ný og glæsileg snyrti- og nuddstofa og heilsulind í eigu eins glæsilegasta hótels landsins, Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Hún er í kjallara hótelsins. Stofan státar af glæsilegri hönnun og fullkomnum tækjabúnaði. "Vandað var til verka og vel hefur tekist til enda heilsulindin öll hin fallegasta. Það eru sex rúmgóð herbergi fyrir hinar margvíslegu snyrti-, nudd- og spa-meðferðir. Tvö af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir nudd- og spa-meðferðir og eru með sturtuaðstöðu. Við mælum með að gestir mæti hálftíma fyrir bókaða tíma ef njóta á spa-aðstöðunnar. Muna bara að taka með sér sundföt," segir Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir snyrti- og nuddmeistari. Hvíldaraðstaðan "Notalegt er fyrir gesti að slaka á í hvíldaraðstöðunni í vönduðum hægindastólum við kertaljós, arineld og ljúfa tóna. Í spainu eru tveir rúmgóðir pottar sem eru 39 og 41 gráðu heitir, öflug gufa og klefi með infrarauðu ljósi sem er mjög góður til að hita sig og mýkja. Infrarauða ljósið þykir einkar gott gegn gigt og öðrum kvillum af svipuðum toga."Snyrti- og nuddmeðferðir Hjá Reykjavík Spa er boðið upp á allar almennar snyrtimeðferðir svo sem andlitsbað, vax, litun, hand- og fótsnyrtingu, förðun og fleira. "Hjá okkur starfa faglærðir snyrti- og nuddmeistarar, förðunar- og naglafræðingur sem veita fagmannlega og vandaða þjónustu. Ýmsar nuddmeðferðir eru einnig í boði, svo sem klassískt nudd, sogæðanudd, ilmolíunudd, meðgöngunudd, slökunarnudd og fljótlega munum við bjóða upp á steinanudd." Spa-meðferðir Þrjár tegundir af spa-meðferðum eru í boði og getur viðskiptavinurinn valið á milli lavender-, kókos- og þarameðferðar. "Við erum mjög meðvituð um gæði efnanna sem við notum í okkar meðferðum og stílum inn á að nota vörur sem eru lausar við paraben og önnur óæskileg efni. Þarinn hefur sannað gildi sitt sem náttúrulegt dekur og þarinn sem við notum kemur frá Sjávarsmiðjunni í Reykhólahreppi. Þá notum við hreinar ilm- og nuddolíur." Áhersla er lögð á að vera með lífrænar vörur sem unnar eru úr íslenskri náttúru. "Stundum leitum við langt yfir skammt. Við viljum styrkja og ýta undir íslenska framleiðslu og höfum því tekið inn snyrtivörulínuna Vor sem unnin er af Margréti Sigurðardóttur grasalækni. Aðalmarkmið Vors er að framleiða hágæða, lífræna snyrtivörulínu með virkum efnum úr náttúrunni og bjóðum við upp á andlitsbað í þessari línu sem er einkar heilnæmt."Hópar "Við tökum vel á móti hópumsem vilja njóta góðra stunda með vinum og vandamönnum og fá fullkomið dekur hjá fagfólki. Hér er hægt að upplifa dásamlegar samverustundir sem endurnæra líkama og sál. Það getur líka verið mjög rómantískt fyrir pör að koma til okkar og fara í dekur og spa. Svo má njóta góðra veitinga á Brazzeri Grand og taka þetta alla leið í rómantíkinni og gista á Grand Hótel Reykjavík yfir nótt."Gefðu heilsu, vellíðan og gott útlit "Gaman er að gefa og ekki síður að þiggja. Flestum þykir alveg dásamlegt að fá gjafabréf í dekur og því afar hentugt í jóla-, afmælis- eða tækifærisgjafir. Hægt er að velja alla þjónustu sem er í boði í gjafabréf eða ákveðna upphæð. Gjafabréfin hjá okkur renna ekki út." Líkamsræktaraðstaða Líkamsræktaraðstaða er einnig í Reykjavík Spa og er hún öll hin glæsilegasta og búin fullkomnum tækjum. Aðstaða er fyrir hótelgesti og er hún án endurgjalds.Opnunartímar og upplýsingar Opnunartímar Reykjavík Spa eru frá 9-20 alla virka daga, 9-17 á laugardögum og 11-16 á sunnudögum. Frekari upplýsingar um Reykjavík Spa er að fá í síma 514-8090 og á www.reykjavikspa.is eða á Facebook undir nafninu Reykjavík Spa. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Reykjavík Spa er ný og glæsileg snyrti- og nuddstofa og heilsulind í eigu eins glæsilegasta hótels landsins, Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Hún er í kjallara hótelsins. Stofan státar af glæsilegri hönnun og fullkomnum tækjabúnaði. "Vandað var til verka og vel hefur tekist til enda heilsulindin öll hin fallegasta. Það eru sex rúmgóð herbergi fyrir hinar margvíslegu snyrti-, nudd- og spa-meðferðir. Tvö af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir nudd- og spa-meðferðir og eru með sturtuaðstöðu. Við mælum með að gestir mæti hálftíma fyrir bókaða tíma ef njóta á spa-aðstöðunnar. Muna bara að taka með sér sundföt," segir Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir snyrti- og nuddmeistari. Hvíldaraðstaðan "Notalegt er fyrir gesti að slaka á í hvíldaraðstöðunni í vönduðum hægindastólum við kertaljós, arineld og ljúfa tóna. Í spainu eru tveir rúmgóðir pottar sem eru 39 og 41 gráðu heitir, öflug gufa og klefi með infrarauðu ljósi sem er mjög góður til að hita sig og mýkja. Infrarauða ljósið þykir einkar gott gegn gigt og öðrum kvillum af svipuðum toga."Snyrti- og nuddmeðferðir Hjá Reykjavík Spa er boðið upp á allar almennar snyrtimeðferðir svo sem andlitsbað, vax, litun, hand- og fótsnyrtingu, förðun og fleira. "Hjá okkur starfa faglærðir snyrti- og nuddmeistarar, förðunar- og naglafræðingur sem veita fagmannlega og vandaða þjónustu. Ýmsar nuddmeðferðir eru einnig í boði, svo sem klassískt nudd, sogæðanudd, ilmolíunudd, meðgöngunudd, slökunarnudd og fljótlega munum við bjóða upp á steinanudd." Spa-meðferðir Þrjár tegundir af spa-meðferðum eru í boði og getur viðskiptavinurinn valið á milli lavender-, kókos- og þarameðferðar. "Við erum mjög meðvituð um gæði efnanna sem við notum í okkar meðferðum og stílum inn á að nota vörur sem eru lausar við paraben og önnur óæskileg efni. Þarinn hefur sannað gildi sitt sem náttúrulegt dekur og þarinn sem við notum kemur frá Sjávarsmiðjunni í Reykhólahreppi. Þá notum við hreinar ilm- og nuddolíur." Áhersla er lögð á að vera með lífrænar vörur sem unnar eru úr íslenskri náttúru. "Stundum leitum við langt yfir skammt. Við viljum styrkja og ýta undir íslenska framleiðslu og höfum því tekið inn snyrtivörulínuna Vor sem unnin er af Margréti Sigurðardóttur grasalækni. Aðalmarkmið Vors er að framleiða hágæða, lífræna snyrtivörulínu með virkum efnum úr náttúrunni og bjóðum við upp á andlitsbað í þessari línu sem er einkar heilnæmt."Hópar "Við tökum vel á móti hópumsem vilja njóta góðra stunda með vinum og vandamönnum og fá fullkomið dekur hjá fagfólki. Hér er hægt að upplifa dásamlegar samverustundir sem endurnæra líkama og sál. Það getur líka verið mjög rómantískt fyrir pör að koma til okkar og fara í dekur og spa. Svo má njóta góðra veitinga á Brazzeri Grand og taka þetta alla leið í rómantíkinni og gista á Grand Hótel Reykjavík yfir nótt."Gefðu heilsu, vellíðan og gott útlit "Gaman er að gefa og ekki síður að þiggja. Flestum þykir alveg dásamlegt að fá gjafabréf í dekur og því afar hentugt í jóla-, afmælis- eða tækifærisgjafir. Hægt er að velja alla þjónustu sem er í boði í gjafabréf eða ákveðna upphæð. Gjafabréfin hjá okkur renna ekki út." Líkamsræktaraðstaða Líkamsræktaraðstaða er einnig í Reykjavík Spa og er hún öll hin glæsilegasta og búin fullkomnum tækjum. Aðstaða er fyrir hótelgesti og er hún án endurgjalds.Opnunartímar og upplýsingar Opnunartímar Reykjavík Spa eru frá 9-20 alla virka daga, 9-17 á laugardögum og 11-16 á sunnudögum. Frekari upplýsingar um Reykjavík Spa er að fá í síma 514-8090 og á www.reykjavikspa.is eða á Facebook undir nafninu Reykjavík Spa.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira