Samstarf

Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði að­dá­endur Manchester United

Bestseller
Fjöldi knattspyrnuáhugamanna lagði leið sína í verslunina Jóa Útherja í vikunni þar sem knattspyrnugoðsögnin Jaap Stam tók á móti þeim.
Fjöldi knattspyrnuáhugamanna lagði leið sína í verslunina Jóa Útherja í vikunni þar sem knattspyrnugoðsögnin Jaap Stam tók á móti þeim.

Knattspyrnugoðsögnin Jaap Stam, fyrrverandi varnarmaður Manchester United, AC Milan, Lazio, Ajax og hollenska landsliðsins, heimsótti fótboltaverslunina Jóa Útherja í samstarfi við Manchester United klúbbinn á Íslandi.

Fjöldi knattspyrnuáhugamanna lagði leið sína, í verslunina í gær fimmtudaginn 29. janúar, til að hitta Stam, sem er þekktur fyrir glæsilegan feril á hæsta stigi knattspyrnunnar og hefur um árabil verið í miklu uppáhaldi meðal stuðningsmanna. Gestir fengu tækifæri til að spjalla við hann, fá treyjur og myndir áritaðar og taka myndir til minningar um heimsóknina.

Stemningin í versluninni var einstaklega góð og mátti greinilega sjá að komu Stam var fagnað innilega.

„Það var frábært að sjá hversu mikill áhugi var og hvað fólk var ánægt með að fá tækifæri til að hitta Jaap Stam,“ segir Hrafn Aron Hrafnsson, rekstrarstjóri Jóa Útherja.

„Svona heimsóknir skipta miklu máli fyrir knattspyrnusamfélagið á Íslandi og þökkum við Manchester United klúbbnum á Íslandi fyrir samstarfið í kringum heimsóknina" segir Katrín Sigríður, markaðsstjóri Jóa Útherja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×