Vettel efstur í titilbaráttunni eftir sigur í Kóreu Birgir Þór Harðarson skrifar 14. október 2012 09:28 Vettel var vel fagnað þegar hann steig upp úr bílnum í lok móts. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn ungi, Sebastian Vettel, á Red Bull-bíl í Formúlu 1 hafði yfirburði í kóreska kappakstrinum í dag og kom fyrstur í mark og tryggði sér forystu í heimsmeistarabaráttu ökuþóra. Vettel er í kjörstöðu þegar fjögur mót eru óekin. Vettel kom í mark á undan liðsfélaga sínum Mark Webber. Þetta var þriðji sigur Vettels í röð en hann náði forystunni strax á fyrsta hring. Vettel var ekki ógnað eftir það. Fernando Alonso skilaði Ferrari-bíl sínum heim í þriðja sætið. Það dugði hins vegar ekki til að halda forystu í stigabaráttunni sem var fyrir mótið fjögur stig. Alonso er nú sex stigum á eftir heimsmeistaranum unga. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, varð fjórði á undan Kimi Raikkönen hjá Lotus. Massa var á fljúgandi siglingu í keppninni og sótti á Alonso. Hann fékk þó skilaboð um að halda sinni stöðu og eyðileggja ekki fyrir Alonso. Romain Grosjean, einnig hjá Lotus, varð sjöundi og olli ekki usla í ræsingunni eins og margir höfðu veðjað á. McLaren-bílarnir voru í mesta basli. Jenson Button féll úr leik strax í byrjun og Lewis Hamilton lauk kappakstrinum í tíunda sæti og sótti síðasta stigið í boði. Margir höfðu trúað að McLaren-liðið myndi veita Red Bull hörðustu samkeppnina um heimsmeistratitilinn en það hefur ekki orðið raunin. Nico Hulkenberg hjá Force India ók frábærlega og skilaði bílnum heim í sjötta sæti. Toro Rosso-ökumennirnir, Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo, voru einnig í miklu stuði og kláruðu í áttunda og níunda sæti. Næst verður keppt á Indlandi eftir tvær vikur. Úrslit mótsins í Kóreu Nr.ÖkumaðurBíll / VélHringirTímiBið1Sebastian VettelRed Bull/Renault551:36'28.6512Mark WebberRed Bull/Renault551:36'36.8828.2313Fernando AlonsoFerrari551:36'42.59513.9444Felipe MassaFerrari551:36'48.81920.1685Kimi RäikkönenLotus/Renault551:37'05.39036.7396Nico HülkenbergForce India/Mercedes551:37'13.95245.3017Romain GrosjeanLotus/Renault551:37'23.46354.8128Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari551:37'38.2401'09.5899Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari551:37'40.4381'11.78710Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes551:37'48.3431'19.69211Sergio PérezSauber/Ferrari551:37'48.7131'20.06212Paul Di RestaForce India/Mercedes551:37'53.0991'24.44813M.SchumacherMercedes551:37'57.8921'29.24114Pastor MaldonadoWilliams/Renault551:38'03.5751'34.92415Bruno SennaWilliams/Renault551:38'05.5531'36.90216Vitaly PetrovCaterham/Renault541:37'31.4171 Lap17H.KovalainenCaterham/Renault541:37'42.1371 Lap18Timo GlockMarussia/Cosworth541:37'52.7501 Lap19Charles PicMarussia/Cosworth531:36'31.3652 Laps20N.KarthikeyanHRT/Cosworth531:37'51.9102 LapsPedro de la RosaHRT/Cosworth1629'49.468Kamui KobayashiSauber/Ferrari1630'47.332Nico RosbergMercedes11'58.108Jenson ButtonMcLaren/Mercedes0 Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Heimsmeistarinn ungi, Sebastian Vettel, á Red Bull-bíl í Formúlu 1 hafði yfirburði í kóreska kappakstrinum í dag og kom fyrstur í mark og tryggði sér forystu í heimsmeistarabaráttu ökuþóra. Vettel er í kjörstöðu þegar fjögur mót eru óekin. Vettel kom í mark á undan liðsfélaga sínum Mark Webber. Þetta var þriðji sigur Vettels í röð en hann náði forystunni strax á fyrsta hring. Vettel var ekki ógnað eftir það. Fernando Alonso skilaði Ferrari-bíl sínum heim í þriðja sætið. Það dugði hins vegar ekki til að halda forystu í stigabaráttunni sem var fyrir mótið fjögur stig. Alonso er nú sex stigum á eftir heimsmeistaranum unga. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, varð fjórði á undan Kimi Raikkönen hjá Lotus. Massa var á fljúgandi siglingu í keppninni og sótti á Alonso. Hann fékk þó skilaboð um að halda sinni stöðu og eyðileggja ekki fyrir Alonso. Romain Grosjean, einnig hjá Lotus, varð sjöundi og olli ekki usla í ræsingunni eins og margir höfðu veðjað á. McLaren-bílarnir voru í mesta basli. Jenson Button féll úr leik strax í byrjun og Lewis Hamilton lauk kappakstrinum í tíunda sæti og sótti síðasta stigið í boði. Margir höfðu trúað að McLaren-liðið myndi veita Red Bull hörðustu samkeppnina um heimsmeistratitilinn en það hefur ekki orðið raunin. Nico Hulkenberg hjá Force India ók frábærlega og skilaði bílnum heim í sjötta sæti. Toro Rosso-ökumennirnir, Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo, voru einnig í miklu stuði og kláruðu í áttunda og níunda sæti. Næst verður keppt á Indlandi eftir tvær vikur. Úrslit mótsins í Kóreu Nr.ÖkumaðurBíll / VélHringirTímiBið1Sebastian VettelRed Bull/Renault551:36'28.6512Mark WebberRed Bull/Renault551:36'36.8828.2313Fernando AlonsoFerrari551:36'42.59513.9444Felipe MassaFerrari551:36'48.81920.1685Kimi RäikkönenLotus/Renault551:37'05.39036.7396Nico HülkenbergForce India/Mercedes551:37'13.95245.3017Romain GrosjeanLotus/Renault551:37'23.46354.8128Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari551:37'38.2401'09.5899Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari551:37'40.4381'11.78710Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes551:37'48.3431'19.69211Sergio PérezSauber/Ferrari551:37'48.7131'20.06212Paul Di RestaForce India/Mercedes551:37'53.0991'24.44813M.SchumacherMercedes551:37'57.8921'29.24114Pastor MaldonadoWilliams/Renault551:38'03.5751'34.92415Bruno SennaWilliams/Renault551:38'05.5531'36.90216Vitaly PetrovCaterham/Renault541:37'31.4171 Lap17H.KovalainenCaterham/Renault541:37'42.1371 Lap18Timo GlockMarussia/Cosworth541:37'52.7501 Lap19Charles PicMarussia/Cosworth531:36'31.3652 Laps20N.KarthikeyanHRT/Cosworth531:37'51.9102 LapsPedro de la RosaHRT/Cosworth1629'49.468Kamui KobayashiSauber/Ferrari1630'47.332Nico RosbergMercedes11'58.108Jenson ButtonMcLaren/Mercedes0
Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira