Ferrari blæs til sóknar í Indlandi Birgir Þór Harðarson skrifar 24. október 2012 15:01 Vettel er sex stigum á undan Alonso í heimsmeistarakeppninni þegar fjögur mót eru eftir af tímabilinu. nordicphotos/afp Það fer að koma síðasti séns fyrir Ferrari og Fernando Alonso að gera almennilega atlögu að heimsmeistaratitlinum. Sebastian Vettel og Red Bull-liðið hans eru í gríðargóðu formi. Fernando Alonso þarf á öllum styrk sínum að halda til þess að geta skákað Vettel í stigabaráttunni. Til þess þarf hann líka betri bíl, sem Ferrari ætlar að skaffa honum fyrir indverska kappaksturinn um helgina. Búið er að smíða glænýja loftafslppfærslu á Ferrari-bílinn sem Alonso og Felipe Massa munu njóta góðs af í mótunum sem eftir eru. Með uppfærslunni ætlar Ferrari að blása til sóknar. "Í síðustu mótum hefur barátta okkar ekki skilað því sem við vildum," sagði Nick Tombiazis, yfirhönnuður hjá Ferrari, í viðtali á vefsíðu liðsins. "Nokkrir hlutir sem við héldum að myndu gera bílinn samkeppnishæfari skiluðu ekki tilætluðum árangri." "Afleiðing af því er að við erum aðeins á eftir keppinautum okkar. Það þýðir þó ekki að við getum ekki þróað búnaðinn okkar til að ná betri árangri." Sebastian Vettel er nú með 215 stig í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Alonso er sex stigum á eftir með 209 stig. Vettel hefur unnið síðustu þrjú mót og er fyrirfram sigurstranglegastur þegar liðin mæta til Nýju Delhi í Indlandi á morgun.Nick Tombazis, yfirhönnuður Ferrari. Formúla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Það fer að koma síðasti séns fyrir Ferrari og Fernando Alonso að gera almennilega atlögu að heimsmeistaratitlinum. Sebastian Vettel og Red Bull-liðið hans eru í gríðargóðu formi. Fernando Alonso þarf á öllum styrk sínum að halda til þess að geta skákað Vettel í stigabaráttunni. Til þess þarf hann líka betri bíl, sem Ferrari ætlar að skaffa honum fyrir indverska kappaksturinn um helgina. Búið er að smíða glænýja loftafslppfærslu á Ferrari-bílinn sem Alonso og Felipe Massa munu njóta góðs af í mótunum sem eftir eru. Með uppfærslunni ætlar Ferrari að blása til sóknar. "Í síðustu mótum hefur barátta okkar ekki skilað því sem við vildum," sagði Nick Tombiazis, yfirhönnuður hjá Ferrari, í viðtali á vefsíðu liðsins. "Nokkrir hlutir sem við héldum að myndu gera bílinn samkeppnishæfari skiluðu ekki tilætluðum árangri." "Afleiðing af því er að við erum aðeins á eftir keppinautum okkar. Það þýðir þó ekki að við getum ekki þróað búnaðinn okkar til að ná betri árangri." Sebastian Vettel er nú með 215 stig í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Alonso er sex stigum á eftir með 209 stig. Vettel hefur unnið síðustu þrjú mót og er fyrirfram sigurstranglegastur þegar liðin mæta til Nýju Delhi í Indlandi á morgun.Nick Tombazis, yfirhönnuður Ferrari.
Formúla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira