Yao Ming snýr sér að golfinu - risavaxið verkefni bíður hans 23. október 2012 23:30 Yao Ming, sem var á sínum tíma einn þekktasti körfuknattleiksmaður heims, hefur snúið sér að golfíþróttinni. Og verkefnið sem bíður hans er risavaxið ef marka má myndbandsupptökur af kappanum á góðgerðamóti sem fram fór nýverið í heimalandi hans – Kína. Ming er 2.29 m. á hæð og er hann í hópi þeirra allra hávöxnustu sem leikið hafa í NBA deildinni en hann hætti sem atvinnumaður í júlí 2011 vegna meiðsla. Brian Manzella, heimsþekktur golfkennari, segir í viðtali við Golf Magazine að það leyni sér ekki að Ming sé byrjandi í golfi. „Hann er að glíma við áskoranir sem allir byrjendur þurfa að glíma við en þessi golfkylfa er allt of stutt fyrir hann," sagði Manzella m.a. í viðtalinu. Golfmótið sem Ming tók þátt í var haldið á Mission Hills golfvallarsvæðinu í Kína en þar eru alls ellefu 18 holu golfvellir og einn par 3 holu völlur. Ming getur þó talist vera á réttri leið með golfsveifluna sína ef miðað er við Charles Barkley – sem átti farsælan feril í NBA deildinni. Golfferill Sir Charles hefur ekki verið dans á rósum eins og sjá má í þessu myndbandi hefur hann þróað sinn eigin stíl og tækni. Ming er ekki sá stærsti sem leikið hefur í NBA deildinni. Hann er í 3.-4. sæti á þeim lista með Shawn Bradley sem lék með m.a. Philadelphia 76'ers og Dallas Mavericks. Gheorghe Muresan frá Rúmeníu og Manute Bol sem fæddur var í Súdan eru efstir á þessum lista. Þeir voru báðir 2,31 m. á hæð þegar þeir léku í NBA deildinni. Muresan var valinn af Washington Bullets árið 1993 í NBA valinu en hann hann skoraði 14,5 stig, tók 10 fráköst og varði um 2 skot að meðaltali í leik keppnistímabilið 1994-1995. Muresan lék í sex ár í deildinni en hann var mikið meiddur og skoraði hann rétt um 10 stig og tók 6 fráköst í 307 leikjum á ferlinum. Bol gekk í raðir Washington Bullets árið 1985. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem er með fleiri varin skot en stig á ferlinum. Bol skoraði 2,6 stig að meðaltali í leik á 10 ára tímabili en hann varði 3,3 skot að meðaltali í leik. Hann er annar í röðinni yfir flest skot varin að meðaltali á ferlinum en þar er efstur Mark Eaton sem lék með Utah Jazz – 3,34 varin skot að meðaltali í leik.Listi yfir hávöxnustu leikmenn allra tíma í NBA deildinni: Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
Yao Ming, sem var á sínum tíma einn þekktasti körfuknattleiksmaður heims, hefur snúið sér að golfíþróttinni. Og verkefnið sem bíður hans er risavaxið ef marka má myndbandsupptökur af kappanum á góðgerðamóti sem fram fór nýverið í heimalandi hans – Kína. Ming er 2.29 m. á hæð og er hann í hópi þeirra allra hávöxnustu sem leikið hafa í NBA deildinni en hann hætti sem atvinnumaður í júlí 2011 vegna meiðsla. Brian Manzella, heimsþekktur golfkennari, segir í viðtali við Golf Magazine að það leyni sér ekki að Ming sé byrjandi í golfi. „Hann er að glíma við áskoranir sem allir byrjendur þurfa að glíma við en þessi golfkylfa er allt of stutt fyrir hann," sagði Manzella m.a. í viðtalinu. Golfmótið sem Ming tók þátt í var haldið á Mission Hills golfvallarsvæðinu í Kína en þar eru alls ellefu 18 holu golfvellir og einn par 3 holu völlur. Ming getur þó talist vera á réttri leið með golfsveifluna sína ef miðað er við Charles Barkley – sem átti farsælan feril í NBA deildinni. Golfferill Sir Charles hefur ekki verið dans á rósum eins og sjá má í þessu myndbandi hefur hann þróað sinn eigin stíl og tækni. Ming er ekki sá stærsti sem leikið hefur í NBA deildinni. Hann er í 3.-4. sæti á þeim lista með Shawn Bradley sem lék með m.a. Philadelphia 76'ers og Dallas Mavericks. Gheorghe Muresan frá Rúmeníu og Manute Bol sem fæddur var í Súdan eru efstir á þessum lista. Þeir voru báðir 2,31 m. á hæð þegar þeir léku í NBA deildinni. Muresan var valinn af Washington Bullets árið 1993 í NBA valinu en hann hann skoraði 14,5 stig, tók 10 fráköst og varði um 2 skot að meðaltali í leik keppnistímabilið 1994-1995. Muresan lék í sex ár í deildinni en hann var mikið meiddur og skoraði hann rétt um 10 stig og tók 6 fráköst í 307 leikjum á ferlinum. Bol gekk í raðir Washington Bullets árið 1985. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem er með fleiri varin skot en stig á ferlinum. Bol skoraði 2,6 stig að meðaltali í leik á 10 ára tímabili en hann varði 3,3 skot að meðaltali í leik. Hann er annar í röðinni yfir flest skot varin að meðaltali á ferlinum en þar er efstur Mark Eaton sem lék með Utah Jazz – 3,34 varin skot að meðaltali í leik.Listi yfir hávöxnustu leikmenn allra tíma í NBA deildinni:
Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira