Vinnum meira en aðrir en græðum minna Magnús Halldórsson skrifar 30. október 2012 14:50 Svein Harald Øygard, sem gegndi embætti seðbankastjóra Íslands frá febrúar mánuði 2009 fram í aprílmánuð sama ár, var einn þeirra sem kynnti skýrslu McKinsay, en hann vinnur hjá McKinsay í Noregi. Mynd/ GVA. Fjölþætt tækifæri eru til staðar í íslensku efnahagslífi til að ýta undir vöxt og framtíðarstyrk hagkerfisins, að mati McKinsey & Company, sem kynnti skýrslu sína um íslenskan efnahag, samsetningu hans og tækifæri til framtíðar, í dag. „Þrátt fyrir veigamikla styrkleika í hagkerfinu er þörf á umbótum á ýmsum sviðum. Framleiðni vinnuafls er 20% lægri á Íslandi en í helstu nágrannalöndum og umtalsverð tækifæri eru fyrir hendi til að auka arðsemi í fjármagnsfrekum atvinnugreinum," segir m.a. í tilkynningu vegna útgáfu skýrslunnar. Á blaðamannafundi sem McKinsay stóð fyrir í Höfðatorgi í dag kom fram í máli Klemens Hjartar, sem er í eigendahópi McKinsey í Danmörku, að lítil ávöxtun fengist á fé á ýmsum vígstöðum í hagkerfinu, meðal annars í orkugeiranum. Mikil tækifæri gætu verið í því fólgin að reyna að bæta arðsemi fjár í orkuiðnaði, þar helst með því að fá hærra verð fyrir raforku. Þar gæti sala um sæstreng inn til Evrópu verið góður kostur og haft víðtæk jákvæð efnhagsleg áhrif. Þá kom fram í máli Klemens að Íslendingar ynnu mikið en það skilaði sér samt ekki í meiri efnahagslegum ávinningi. Þá væri fermetrafjöldi í íslenskum smásölugeira næstum tvöfalt hærri en að meðaltali á Norðurlöndum, en gróðinn af hverjum starfsmanni og framlegð í geiranum í heild, væri samt sem áður minni en í samanburðarlöndunum. Skýrslan er unnin sjálfstætt af McKinsey, þ.e. að enginn fékk fyrirtækið til verksins heldur ákvað það sjálft að skoða íslenska hagkerfið og bera það saman bið önnur lönd, þ.e. helst Norðurlöndin. „Markmiðið með útgáfu skýrslunnar er fyrst og fremst að stuðla að málefnalegri og staðreyndamiðaðri umræðu um efnahagsmál og mikilvægi heildstæðrar sýnar á hagvaxtarstefnu ríkja," segir í tilkynningu frá McKinsey. Sjá má skýrslu McKinsey hér. Nánar verður fjallað um skýrslu McKinsey í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Fjölþætt tækifæri eru til staðar í íslensku efnahagslífi til að ýta undir vöxt og framtíðarstyrk hagkerfisins, að mati McKinsey & Company, sem kynnti skýrslu sína um íslenskan efnahag, samsetningu hans og tækifæri til framtíðar, í dag. „Þrátt fyrir veigamikla styrkleika í hagkerfinu er þörf á umbótum á ýmsum sviðum. Framleiðni vinnuafls er 20% lægri á Íslandi en í helstu nágrannalöndum og umtalsverð tækifæri eru fyrir hendi til að auka arðsemi í fjármagnsfrekum atvinnugreinum," segir m.a. í tilkynningu vegna útgáfu skýrslunnar. Á blaðamannafundi sem McKinsay stóð fyrir í Höfðatorgi í dag kom fram í máli Klemens Hjartar, sem er í eigendahópi McKinsey í Danmörku, að lítil ávöxtun fengist á fé á ýmsum vígstöðum í hagkerfinu, meðal annars í orkugeiranum. Mikil tækifæri gætu verið í því fólgin að reyna að bæta arðsemi fjár í orkuiðnaði, þar helst með því að fá hærra verð fyrir raforku. Þar gæti sala um sæstreng inn til Evrópu verið góður kostur og haft víðtæk jákvæð efnhagsleg áhrif. Þá kom fram í máli Klemens að Íslendingar ynnu mikið en það skilaði sér samt ekki í meiri efnahagslegum ávinningi. Þá væri fermetrafjöldi í íslenskum smásölugeira næstum tvöfalt hærri en að meðaltali á Norðurlöndum, en gróðinn af hverjum starfsmanni og framlegð í geiranum í heild, væri samt sem áður minni en í samanburðarlöndunum. Skýrslan er unnin sjálfstætt af McKinsey, þ.e. að enginn fékk fyrirtækið til verksins heldur ákvað það sjálft að skoða íslenska hagkerfið og bera það saman bið önnur lönd, þ.e. helst Norðurlöndin. „Markmiðið með útgáfu skýrslunnar er fyrst og fremst að stuðla að málefnalegri og staðreyndamiðaðri umræðu um efnahagsmál og mikilvægi heildstæðrar sýnar á hagvaxtarstefnu ríkja," segir í tilkynningu frá McKinsey. Sjá má skýrslu McKinsey hér. Nánar verður fjallað um skýrslu McKinsey í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira