Aðalfundur SVFR: Framboðsfrestur að renna út Trausti Hafliðason skrifar 9. nóvember 2012 20:54 Veiðihúsið við Elliðaár. Mynd / Trausti Hafliðason Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 24. nóvember. Á vef SVFR kemur fram að frestur til framboða rennur út á hádegi á morgun, 10. júní. Á sama tíma rennur út frestur til að skila inn lagabreytingatillögum. Allir skuldlausir félagsmenn hafa rétt til setu á aðalfundi en atkvæðisrétt hafa einungis félagsmenn 18 ára og eldri. Formaður SVFR er kjörinn til eins árs í senn og eins og mörgum er kunnugt hefur sitjandi formaður, Bjarni Júlíusson, gefið kost á sér til áframhaldandi setu. Auk formanns eiga sex aðrir sæti í stjórn. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn en sá háttur er hafður á að skipt er um þrjá á ársfresti. Í dag skipa eftirtaldir stjórn: Ásmundur Helgason, Hörður Vilberg og Ragnheiður Thorsteinsson, sem kosin voru fyrir tveimur árum. Með þeim sitja í stjórn Árni Friðleifsson, Bernhard A. Pedersen og Hörður B. Hafsteinsson, sem kosnir voru í fyrra. Þau Ásmundur, Hörður og Ragheiður eru því núna að ljúka tveggja ára stjórnarsetu en þau hafa öll gefið kost á sér til áframhaldandi setu.Kosið í fulltrúaráð Á aðalfundinum verður einni kosið í fulltrúaráð en um það segir í lögum félagsins: „Í því skulu sitja fimmtán menn, þar af fimm síðast starfandi formenn félagsins, njóti þeirra við, og eru þeir sjálfkjörnir. Fráfarandi formaður félagsins er formaður fulltrúaráðs. Í fulltrúaráð skal því kjósa a.m.k. tíu fulltrúa til tveggja ára, þó þannig að á hverju ári skal kosið um a.m.k. fimm fulltrúa." Allir þeir fulltrúaráðsmeðlimir sem nú eru að ljúka kjörtíma sínum hafa gefið kost á sér til áframhaldandi setu en það eru Benedikt Lövdal "Ljónatemjari", Edvard Ólafsson, Ólafur Kr. Ólafsson, Ólafur Haukur Ólafsson og Þórólfur Halldórsson. „Hlutverk fulltrúaráðs er fyrst og fremst að vera stjórn félagsins til fulltingis og ráðuneytis í málefnum félagsins. Fulltrúaráð hefur engin afskipti af daglegum rekstri félagsins," segir í lögum SVFR.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði
Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 24. nóvember. Á vef SVFR kemur fram að frestur til framboða rennur út á hádegi á morgun, 10. júní. Á sama tíma rennur út frestur til að skila inn lagabreytingatillögum. Allir skuldlausir félagsmenn hafa rétt til setu á aðalfundi en atkvæðisrétt hafa einungis félagsmenn 18 ára og eldri. Formaður SVFR er kjörinn til eins árs í senn og eins og mörgum er kunnugt hefur sitjandi formaður, Bjarni Júlíusson, gefið kost á sér til áframhaldandi setu. Auk formanns eiga sex aðrir sæti í stjórn. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn en sá háttur er hafður á að skipt er um þrjá á ársfresti. Í dag skipa eftirtaldir stjórn: Ásmundur Helgason, Hörður Vilberg og Ragnheiður Thorsteinsson, sem kosin voru fyrir tveimur árum. Með þeim sitja í stjórn Árni Friðleifsson, Bernhard A. Pedersen og Hörður B. Hafsteinsson, sem kosnir voru í fyrra. Þau Ásmundur, Hörður og Ragheiður eru því núna að ljúka tveggja ára stjórnarsetu en þau hafa öll gefið kost á sér til áframhaldandi setu.Kosið í fulltrúaráð Á aðalfundinum verður einni kosið í fulltrúaráð en um það segir í lögum félagsins: „Í því skulu sitja fimmtán menn, þar af fimm síðast starfandi formenn félagsins, njóti þeirra við, og eru þeir sjálfkjörnir. Fráfarandi formaður félagsins er formaður fulltrúaráðs. Í fulltrúaráð skal því kjósa a.m.k. tíu fulltrúa til tveggja ára, þó þannig að á hverju ári skal kosið um a.m.k. fimm fulltrúa." Allir þeir fulltrúaráðsmeðlimir sem nú eru að ljúka kjörtíma sínum hafa gefið kost á sér til áframhaldandi setu en það eru Benedikt Lövdal "Ljónatemjari", Edvard Ólafsson, Ólafur Kr. Ólafsson, Ólafur Haukur Ólafsson og Þórólfur Halldórsson. „Hlutverk fulltrúaráðs er fyrst og fremst að vera stjórn félagsins til fulltingis og ráðuneytis í málefnum félagsins. Fulltrúaráð hefur engin afskipti af daglegum rekstri félagsins," segir í lögum SVFR.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði