John Daly kastaði pútternum út í skóg Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. nóvember 2012 23:30 John Daly AP John Daly er einn þekktasti kylfingur heims en hann þarf að stóla á að fá boð frá styrktaraðilum til þess að komast inn á PGA mótin í Bandaríkjunum og hann hefur reynt fyrir sér á Evrópumótaröðinni. Daly var langt frá sínu besta á opna Hong Kong meistaramótinu sem lauk um helgina. Þar missti hann stjórn á skapi sínu þar sem hann kastaði pútternum sínum út í skóg. Daly var ósáttur þá truflun sem hann varð fyrir þegar áhorfendur trufluðu hann þar sem þeir voru að taka myndir af honum í miðri keppni. Daly var áminntur fyrir atvikið af mótshöldurum. Daly segir í Twitter-færslu að ástandið á golfvellinum hafi verið til skammar. Daly komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi, en hann lék á 72 og 75 höggum. Spánverjinn Miguel Angel Jimenez sigraði á mótinu en hann er elsti kylfingurinn sem hefur sigrað á móti á Evrópumótaröðinni, 48 ára gamall og 318 daga gamall. Á þessu tímabili hefur Daly komist í gegnum niðurskurðinn á átta af alls tólf mótum sem hann hefur tekið þátt í. Besti árangur hans er fjórða sætið á Katar meistaramótinu sem fram fór í febrúar. Daly lék á 15 mótum á PGA mótaröðinni á þessu ári, besti árangur hans var 15. sætið. Hann fékk um 57 milljónir kr. í verðlaunafá á PGA mótaröðinni á síðasta tímabili og um 47 milljónir kr. á Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
John Daly er einn þekktasti kylfingur heims en hann þarf að stóla á að fá boð frá styrktaraðilum til þess að komast inn á PGA mótin í Bandaríkjunum og hann hefur reynt fyrir sér á Evrópumótaröðinni. Daly var langt frá sínu besta á opna Hong Kong meistaramótinu sem lauk um helgina. Þar missti hann stjórn á skapi sínu þar sem hann kastaði pútternum sínum út í skóg. Daly var ósáttur þá truflun sem hann varð fyrir þegar áhorfendur trufluðu hann þar sem þeir voru að taka myndir af honum í miðri keppni. Daly var áminntur fyrir atvikið af mótshöldurum. Daly segir í Twitter-færslu að ástandið á golfvellinum hafi verið til skammar. Daly komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi, en hann lék á 72 og 75 höggum. Spánverjinn Miguel Angel Jimenez sigraði á mótinu en hann er elsti kylfingurinn sem hefur sigrað á móti á Evrópumótaröðinni, 48 ára gamall og 318 daga gamall. Á þessu tímabili hefur Daly komist í gegnum niðurskurðinn á átta af alls tólf mótum sem hann hefur tekið þátt í. Besti árangur hans er fjórða sætið á Katar meistaramótinu sem fram fór í febrúar. Daly lék á 15 mótum á PGA mótaröðinni á þessu ári, besti árangur hans var 15. sætið. Hann fékk um 57 milljónir kr. í verðlaunafá á PGA mótaröðinni á síðasta tímabili og um 47 milljónir kr. á Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira