Hamilton vann í Bandaríkjunum Birgir Þór Harðarson skrifar 18. nóvember 2012 21:01 Lewis Hamilton vann bandaríska kappaksturinn í dag. mynd/ap Lewis Hamilton, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, vann frábæran bandarískan kappakstur nú rétt í þessu. Hann ræsti annar og háði meistaralega baráttu við Sebastian Vettel um fyrsta sætið. Vettel varð annar. Red Bull-liðið er heimsmeistari bílasmiða í Formúlu 1 eftir þetta mót í Bandaríkjunum. Ferrari hefði þurft að hafa báða ökumenn sína á verðlaunapalli til að eiga möguleika á að krækja í þann bikar í Brasilíu eftir viku. Fernando Alonso, á Ferrari, varð þriðji í kappakstrinum og því verður háð úrslitabarátta um heimsmeistaratitill ökuþóra í brasilíska kappakstrinum eftir viku. Nú skilja 13 stig Vettel og Alonso að í titilbaráttunni. Felipe Massa ók listavel í dag og náði fjórða sæti eftir að hafa færst aftur um fimm sæti á ráslínunni og ræst ellefti. Jenson Button ók McLaren-bílnum sínum yfir endalínuna í fimmta sæti. Button ók einnig mjög vel - hafði aðra keppnisáætlun en keppinautarnir og nýtti dekkin til fullnustu. Lotus-félagarnir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean háðu mikla baráttu undir lok kappakstursins og luku keppni í sjötta og sjöunda sæti á undan Nico Hulkenberg á Force India. Í síðustu tvö stigasætin settust Williams-ökuþórarnir Pastor Maldonado og Bruno Senna. Hamilton, Vettel og Alonso hafa, þótt ótrúlegt megi virðast, aldrei staðið saman á verðlaunapalli þrátt fyrir að vera taldir bestu ökuþórarnir í Formúlu 1 eins og stendur. Allir eru heimsmeistarar. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, þurfti að hætta keppni eftir 16 hringi þegar rafallinn bilaði í bílnum hans. Red Bull-liðið hafði áhyggjur af því að rafallinn í bíl Vettel myndi bila líka. Vettel slapp hins vegar með skrekkinn í þetta skiptið. Renault-vélaframleiðandinn, sem skaffar Red Bull meðal annars vélar, þurfti að nota rafala sömu gerðar og notaðir voru í Valencia og á Ítalíu. Þá þurfti Vettel að hætta keppni vegna sama vandamáls og Webber upplifði í dag. Næsti kappakstur er eftir viku í Brasilíu. Það verður tuttugasti og síðasti kappakstur ársins. Eins og áður segir mun heimsmeistaratitill ökuþóra ráðast þar. Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, vann frábæran bandarískan kappakstur nú rétt í þessu. Hann ræsti annar og háði meistaralega baráttu við Sebastian Vettel um fyrsta sætið. Vettel varð annar. Red Bull-liðið er heimsmeistari bílasmiða í Formúlu 1 eftir þetta mót í Bandaríkjunum. Ferrari hefði þurft að hafa báða ökumenn sína á verðlaunapalli til að eiga möguleika á að krækja í þann bikar í Brasilíu eftir viku. Fernando Alonso, á Ferrari, varð þriðji í kappakstrinum og því verður háð úrslitabarátta um heimsmeistaratitill ökuþóra í brasilíska kappakstrinum eftir viku. Nú skilja 13 stig Vettel og Alonso að í titilbaráttunni. Felipe Massa ók listavel í dag og náði fjórða sæti eftir að hafa færst aftur um fimm sæti á ráslínunni og ræst ellefti. Jenson Button ók McLaren-bílnum sínum yfir endalínuna í fimmta sæti. Button ók einnig mjög vel - hafði aðra keppnisáætlun en keppinautarnir og nýtti dekkin til fullnustu. Lotus-félagarnir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean háðu mikla baráttu undir lok kappakstursins og luku keppni í sjötta og sjöunda sæti á undan Nico Hulkenberg á Force India. Í síðustu tvö stigasætin settust Williams-ökuþórarnir Pastor Maldonado og Bruno Senna. Hamilton, Vettel og Alonso hafa, þótt ótrúlegt megi virðast, aldrei staðið saman á verðlaunapalli þrátt fyrir að vera taldir bestu ökuþórarnir í Formúlu 1 eins og stendur. Allir eru heimsmeistarar. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, þurfti að hætta keppni eftir 16 hringi þegar rafallinn bilaði í bílnum hans. Red Bull-liðið hafði áhyggjur af því að rafallinn í bíl Vettel myndi bila líka. Vettel slapp hins vegar með skrekkinn í þetta skiptið. Renault-vélaframleiðandinn, sem skaffar Red Bull meðal annars vélar, þurfti að nota rafala sömu gerðar og notaðir voru í Valencia og á Ítalíu. Þá þurfti Vettel að hætta keppni vegna sama vandamáls og Webber upplifði í dag. Næsti kappakstur er eftir viku í Brasilíu. Það verður tuttugasti og síðasti kappakstur ársins. Eins og áður segir mun heimsmeistaratitill ökuþóra ráðast þar.
Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira