Lífið

Konur eiga orðið - ó já

Útgáfugleði Konur eiga orðið 2013 var haldið í gær í Bókabúð Máls og menningar. Það var mikil gleði og gaman – fullt hús af hressum konum og hljómsveitin Dúkkulísurnar héldu uppi stemningunni af miklum krafti.



Sjötta árið í röð eiga konur á Íslandi orðið í þessari dagatalsbók Sölku. Eins og áður var sendur út keðjupóstur og konur beðnar um að skrifa hugleiðingar um hvaðeina frá eigin brjósti.

Að baki bókarinnar standa55 konur og allar veita þær okkur örlitla innsýn í sitt daglega líf og þankagang nútímans. Hlutverk þessarar dagatalsbókar er bæði að vera hjálp í skipulaginu en líka að hvetja lesendur til að huga jafnt að því smáa og stóra sem lífið býður upp á.

Lesa meira um bókina hér.

Fallegar mæðgur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×