Fimm fræknir í jólaskapi 15. nóvember 2012 14:04 Sufjan Stevens - Silver & Gold: Songs for christmas, Volumes 6-10 Jólaplötur eru órjufanlegur hluti af jólahátíðinni. Meðal fimm erlendra flytjenda sem eru í sérstöku jólaskapi í ár eru Rod Stewart, Sufjan Stevens og Cee-Lo.Sufjan Stevens - Silver & Gold: Songs for christmas, Volumes 6-10Þetta er safn af fimm EP-jólaplötum sem sérvitringurinn Stevens hefur tekið upp frá 2006 til 2012. Meðal laga í boxinu er hið epíska, þrettán mínútna Christmas Unicorn sem fjallar um hversu markaðsmennskan í kringum jólin hefur farið illa með okkur. Sex ár eru liðin síðan Stevens gaf út jólaplötuna Songs For Christmas.Rod Stewart - Merry Christmas, BabyGamli refurinn Rod Stewart er að senda frá sér sína fyrstu jólaplötu. Meðal gestasöngvara eru Mary J. Blige, Michael Buble og Cee-Lo Green. Eitt nýtt lag er á plötunni, Red-suited Super Man, en hin eru sígild jólalög í nýjum búningi Stewart. Upptökustjóri er David Foster sem hefur áður tekið upp vinsælar jólaplötur með Josh Groban og Andrea Bocelli.Cee-Lo Green - Magic momentÞetta er fyrsta jólaplata rapparans Cee-Lo. Hann virðist hafa gert sérstakan jólasamning við Rod Stewart því söngvarinn kemur fram sem gestur á plötunni, rétt eins og Cee-Lo gerir á jólaplötu stewart. Aðrir gestir eru Christina Aguilera, Prúðuleikararnir og fleiri. Engin ný lög eru á plötunni, heldur gömul og góð jólalög.Lady Antbellum - On This Winter's NightÞetta er fyrsta jólaplata Lady Antbellum í fullri lengd. Þessi kántrípoppsveit, sem sankaði að sér Grammy-verðlaunum í fyrra, gaf fyrir tveimur árum út EP-jólaplötuna A Merry Little Christmas. Lady Antbellum nýtur mikillra vinsælda í Bandaríkjunum og hefur náð tveimur breiðskífum í efsta sæti bandaríska listans.Olivia Newton-John og John Travolta - This ChristmasOlivia Newton-John hefur gefið út þrjár jólaplötur á ferli sínum. Í þetta sinn er John Travolta henni við hlið en þau léku einmitt saman í söngvamyndinni Grease. Eitt lagið á This Christmas, I Think You Might Like It, mun einmitt vera framhald af, You're the One That I Want. Allur ágóði plötunnar rennur til góðgerðarmála og á meðal gesta eru Barbra Streisand og James Taylor. Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Jólaplötur eru órjufanlegur hluti af jólahátíðinni. Meðal fimm erlendra flytjenda sem eru í sérstöku jólaskapi í ár eru Rod Stewart, Sufjan Stevens og Cee-Lo.Sufjan Stevens - Silver & Gold: Songs for christmas, Volumes 6-10Þetta er safn af fimm EP-jólaplötum sem sérvitringurinn Stevens hefur tekið upp frá 2006 til 2012. Meðal laga í boxinu er hið epíska, þrettán mínútna Christmas Unicorn sem fjallar um hversu markaðsmennskan í kringum jólin hefur farið illa með okkur. Sex ár eru liðin síðan Stevens gaf út jólaplötuna Songs For Christmas.Rod Stewart - Merry Christmas, BabyGamli refurinn Rod Stewart er að senda frá sér sína fyrstu jólaplötu. Meðal gestasöngvara eru Mary J. Blige, Michael Buble og Cee-Lo Green. Eitt nýtt lag er á plötunni, Red-suited Super Man, en hin eru sígild jólalög í nýjum búningi Stewart. Upptökustjóri er David Foster sem hefur áður tekið upp vinsælar jólaplötur með Josh Groban og Andrea Bocelli.Cee-Lo Green - Magic momentÞetta er fyrsta jólaplata rapparans Cee-Lo. Hann virðist hafa gert sérstakan jólasamning við Rod Stewart því söngvarinn kemur fram sem gestur á plötunni, rétt eins og Cee-Lo gerir á jólaplötu stewart. Aðrir gestir eru Christina Aguilera, Prúðuleikararnir og fleiri. Engin ný lög eru á plötunni, heldur gömul og góð jólalög.Lady Antbellum - On This Winter's NightÞetta er fyrsta jólaplata Lady Antbellum í fullri lengd. Þessi kántrípoppsveit, sem sankaði að sér Grammy-verðlaunum í fyrra, gaf fyrir tveimur árum út EP-jólaplötuna A Merry Little Christmas. Lady Antbellum nýtur mikillra vinsælda í Bandaríkjunum og hefur náð tveimur breiðskífum í efsta sæti bandaríska listans.Olivia Newton-John og John Travolta - This ChristmasOlivia Newton-John hefur gefið út þrjár jólaplötur á ferli sínum. Í þetta sinn er John Travolta henni við hlið en þau léku einmitt saman í söngvamyndinni Grease. Eitt lagið á This Christmas, I Think You Might Like It, mun einmitt vera framhald af, You're the One That I Want. Allur ágóði plötunnar rennur til góðgerðarmála og á meðal gesta eru Barbra Streisand og James Taylor.
Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp