Það voru lukkuleg hjón sem komu til Íslenskrar getspár með vinningsmiða uppá rúmar 28 milljónir og að vonum í skýjunum með vinninginn. Miðinn var keyptur í Aðalbraut í Grindavík og er annar af tveimur vinningsmiðunum sem fyrsti vinningur kom á síðasta laugardag, eftir því sem fram kemur á vef Íslenskrar getspár.
Þau segja vinninginn koma sér einstaklega vel fyrir jólin og bara lífið sjálft þar sem þau hafa búið við dræm lífskjör, en hjónin eru bæði öryrkjar. Konan hefur spilað í tvö ár með sömu tölurnar.
Öryrkjar sóttu 28 milljóna króna vinning
Jón Hákon Halldórsson skrifar
